fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Martröð í Prag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 17:51

Jólamarkaður á Starometske-torgi í Prag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir að nemandi við Karlsháskóla (e. Charles University) í Prag, höfuðborg Tékklands, framdi skotárás í skólanum í dag.

Í fréttum RÚV kemur fram að 24 séu særðir og þar af níu alvarlega. Árásarmaðurinn er 24 ára gamall.

Mbl.is greinir frá því að starfs­fólki og nem­end­um hafi verið sagt að halda kyrru fyr­ir, slökkva ljós og byrgja sig inni í kennslu­stof­um og skrif­stof­um á meðan lög­reglan leitaði að árás­ar­mann­in­um.

Eru sum­ir nem­end­ur og starfs­fólk sögð hafa klifrað út um glugga skól­ans og staðið á gluggasyllum til að fela sig frá árás­ar­mann­in­um.

RÚV greinir frá því að mikill viðbúnaður sé í miðborg Prag, þar sem skólinn er. Sprengjusérfræðingar hafi verið sendir inn í skólann vegna gruns um að sprengjur hafi verið faldar þar. Lögreglan hafi náð að yfirbuga árásarmanninn, og sé búin að rýma háskólann.

Innanríkisráðherra Tékkland, Vit Rakusan, segi að hættan sé að öllum líkindum liðin hjá. Ekki sé þó hægt að útiloka að annar árásarmaður sé á ferli.

Bohuslav Svoboda, borgarstjóri Prag, hafi verið staddur í einni af byggingum  háskólans þegar árásin var gerð. Hann hafi tjáð tékkneskum fjölmiðlum að Tékkar hefðu hingað til haldið að svona lagað gerðist ekki í þeirra landi.

Í frétt RÚV segir einnig að lögreglan hafi verið að leita að árásarmanninum í háskólanum áður en árásin var gerð. Lögreglustjóri Prag, Martin Vondrasek, hafi greint frá því á blaðamannafundi að árásarmaðurinn hafi átt að halda fyrirlestur í einni af byggingum skólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði