fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Landsvirkjun skerðir raforku til stórnotenda – Slæmur vatnsbúskapur

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. desember 2023 18:30

Álver Rio Tinto í Straumsvík er einn af stórnotendunum sem verður fyrir skerðingum. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum sínum á suðvesturhluta landsins að skerða þurfi raforku til starfsemi þeirra. Um er að ræða Elkem, Norðurál, Rio Tinto og fjarvarmaveitur.

Ekki hefur fyrr þurft að skerða raforku til þessara aðila á þessum vetri. Skerðingarnar hefjast 19. janúar næstkomandi og geta staðið allt til aprílloka. Fer það eftir hvernig vatnsbúskapurinn gengur í vetur.

„Staðan hefur enn versnað frá síðasta mánuði, þegar grípa þurfti til takmörkunar á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Desember hefur verið mjög þurr mánuður á suðurhluta landsins. Lónsstaða Þórisvatns er með versta móti og áætlanir sýna að yfirborðið gæti farið niður fyrir 562 metra yfir sjávarmáli. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 2014.

„Þetta dræma innrennsli leiðir til þess að skerða þarf afhendingu orku um allt að 200 GWst til viðbótar við það sem áður hefur verið tilkynnt. Gert er ráð fyrir fullri nýtingu skerðingarheimilda í þeim samningum sem um ræðir, en skerðingarheimildin er mismunandi eftir samningum. Almennt nemur skerðingin um  10% á mánuði, en það er þó misjafnt eftir samningum, m.a. eftir því hversu hratt fyrirtækin geta dregið úr orkunotkun sinni,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar.

Stórnotendur nyrðra verða ekki fyrir skerðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“