fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Margrét fagnar sigri og er farin að trúa á réttarkerfið að nýju – „Ég var leidd í gildru“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 15. desember 2023 15:13

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir líflátshótanir í garð baráttukonunnar  Semu Erlu Serdar fyrir utan ölstofuna Benzin Café á Grensásvegi sem átti sér stað  árið 2018.

Með því sneri Landsréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dómarinn Barbara Björnsdóttir kvað upp. Margrét var gríðarlega ósátt við niðurstöðuna og skrifaði í geðshræringu harðorða yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kjölfarið sem dró þann dilk á eftir sér að Barbara kærði hana fyrir meiðyrði.

Segir Semu hafa þekkt öll vitnin

Það mál er á sinni leið í gegnum réttarkerfið. Í samtali við DV fagnar Margrét niðurstöðu Landsréttar og er auðheyrilega búin að fá trúnna á kerfinu að nýju.

„Þetta er svakalega mikill léttir.Þetta er búið að reynast mér þungbært undanfarin fimm ár. Ég er búin að fá yfir mig holskeflu af hatri samhliða öllu þessu rugli,“ segir Margrét.

Hún kvaðst vera ánægð með að upplifa alvöru vinnubrögð hjá Landsrétti og þar hafi blasað við það sem hún hafi haldið fram frá upphafi. „Ég var leidd þarna í gildru,“ segir Margrét. Fullyrðir hún að Sema Erla og vitni málsins hafi öll þekkst en það hafi ekki verið tekið tillit til þess í héraði né hversu missaga vitnin hafi verið. Segir hún blasa við að Sema Erla hafi veist að henni eingöngu af því að henni mislíkar skoðanir Margrétar.

„Ég sagði ekkert ósatt“

„Niðurstaðan í héraði var réttarmorð,“ segir Margrét og bendir á að lögreglumaður sem hún þekkir hafi sagt henni að búið væri að ákveða sekt hennar. Með þá vitneskju bak við eyrun hafi hún eðlilega orðið fyrir miklu áfalli við niðurstöðuna og skrifað tilfinningaríka færslu þar sem hún úthúðaði Barböru dómara og vinnubrögðum hennar. Færsluna tók Margrét svo úr loftinu snemma næsta morgun.

Eins og áður segir fór Barbara hins vegar í mál við Margréti vegna ummæla hennar. Segist Margrét þó ekki kvíða því þinghaldi. „Ég sagði ekkert ósatt. Það þykir mjög sérstakt að hún hafi kært mig með allar beinagrindurnar sem hún er með í skápnum. Ég held að hún hafi hlaupið eitthvað á sig,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina