fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Skýra frá ótrúlegu mannfalli rússneska hersins – Kýldur 15 ár aftur í tímann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. desember 2023 08:00

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári hafa margar misvísandi fréttir borist af mannfalli hjá bæði rússneska og úkraínska hernum. Nú segja nokkrir fjölmiðlar, þar á meðal CNN, Reuters og Wall Street Journal, að 315.000 rússneskir hermenn hafi fallið og særst í stríðinu.

Miðlarnir byggja þetta á nýjum bandarískum leyniþjónustuskýrslum sem bandaríska þingið hefur fengið. Hafa fjölmiðlarnir séð þessar skýrslur hjá ónafngreindum heimildarmönnum.

Ef þessi tala er rétt þá svarar þetta til þess að 87% af heildarmannafla rússneska landhersins fyrir stríð hafi fallið eða særst.

Í skýrslunum kemur fram að á síðustu tveimur mánuðum hafi Rússar misst 13.000 hermenn í orustunni um Avdiivka.

Rússar hafa ekki tjáð sig um þessar tölur og almennt séð er erfitt að segja til um hversu mikið mannfall beggja herja er.

Allt frá upphafi stríðsins hafa Úkraínumenn gert mikið af því að birta tölur um tap Rússa. Efast má um áreiðanleika þeirra talna en þó er vitað að Rússar hafa misst mikinn fjölda hermanna. Þetta fæst staðfest við að skoða myndir og myndbönd frá vígvellinum.

En það er ekki bara fjallað um mannfall rússneska hersins í skýrslum leyniþjónustustofnananna því einnig er fjallað um hversu mikið tjón hefur orðið á hergögnum þeirra. Þeir eru sagðir hafa misst 2.200 nútímalega skriðdreka en það eru tveir þriðju hlutar þeirra skriðdreka sem Rússar höfðu til umráða fyrir stríð.

Í skýrslunni kemur fram að síðasta árið hafi Rússar misst rúmlega fjórðung þeirra hergagna sem landher þeirra hafði til umráða fyrir stríð. Þeir hafa brugðist við þessu með því að senda hermenn á vígvöllinn útbúna með gömlum búnaði. Wall Street Journal segir að til að mæta mannfallinu hafi Rússar kallað um 300.000 menn til herþjónustu síðan í september á síðasta ári.

Í skýrslunum kemur fram að manntjón rússneska hersins sem og tap og tjón á hergögnum þýði að herinn hafi verið kýldur 15 ár aftur í tímann eða til þess tíma þegar hafist var handa við að nútímavæða hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“