fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Milljarðamæringurinn ómyrkur í máli: Vill að Palestína verði sjálfstætt ríki – Dóttir hans myrt af Hamas

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. desember 2023 11:00

Danielle Weldman var myrt þann 7. október síðastliðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelski milljarðamæringurinn Eyal Waldman á sér þá von heitasta að friður komist á milli Ísraels og Palestínu. 24 ára gömul dóttir, Danielle, hans var myrt af byssumönnum Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn eftir að hafa farið á Supernova-tónlistarhátíðina í Kibbutz Re’im.

BBC ræddi við Eyal um dauða dóttur hans og þær miklu hörmungar sem nú ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs.

Dóttirin drepin ásamt kærasta og vinum

Danielle var stödd í bifreið með með kærasta sínum og þremur vinum þegar þau reyndu að flýja í ofvæni undan vopnuðum mönnum sem réðust að gestum hátíðarinnar. Það tókst ekki og létu byssumennirnir kúlunum rigna yfir bílinn með þeim afleiðingum að Danielle, kærasti hennar og vinirnir tveir létust.

Eyal Weldman.

Alls létust um 1.200 Ísraelsmenn þennan dag. Allir vita hvað gerðist í kjölfarið þegar Ísraelsmenn ákváðu að hefna grimmilega fyrir árásina. Um 18 þúsund íbúar Gaza, þar af um sjö þúsund börn, hafa látist á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru síðan Ísraelsmenn ákváðu að svara fyrir sig. Ekki sér enn fyrir endann á þeim hörmungum sem þar ríkja.

Seldi fyrirtækið á þúsund milljarða

Eyal stofnaði fyrirtækið Mellanox Technologies á sínum tíma en hann seldi það árið 2019 fyrir tæplega sjö milljarða Bandaríkjadala, liðlega þúsund milljarða króna.

Í dag er Eyal syrgjandi faðir og minnist hann dóttur sinnar með hlýjum orðum.

„Hún var ótrúleg stúlka. Hún elskaði að dansa, elskaði dýr, elskaði fólk og átti mjög marga vini,“ segir hann.

Myrt án nokkurrar ástæðu

Hann rifjar upp daginn örlagaríka þann 7. október þegar hann fékk fyrst veður af því að Danielle væri saknað. Hann var staddur í Indónesíu en ákvað að drífa sig heim til Ísraels. Hann fékk leyfi til að lenda í Ísrael þó að lofthelgin væri lokuð og hélt hann þegar af stað í leit að dóttur sinni. Honum tókst að finna bílinn sem hún var í en Danielle var hvergi sjáanleg.

„Það var mikið blóð inni í bílnum og ég vonaði að henni hefði tekist að flýja eða verið tekin gíslingu,“ segir hann. Tveimur dögum síðar fannst hins vegar lík hennar. „Hún gerði aldrei neinum neitt og elskaði að láta gott af sér leiða. Þeir myrtu hana án nokkurrar ástæðu.“

Vonast eftir friði

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er Eyal þeirrar skoðunar að Palestínumenn eigi skilyrðislausan rétt á að búa í eigin sjálfstæðu ríki – og það sem fyrst.

„Það þarf að skipta um forystu beggja vegna,“ segir hann og á við Ísrael og Palestínu. „Ég vona að eftir tvö til fjögur ár munum við geta náð friði þar sem íbúar beggja ríkja geta lifað í vinsemd,“ segir hann.

Hann tekur þó fram að hann vilji ekki sýna þeim neina miskunn sem réðust inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

„Við vitum hverjir það voru sem komu hingað, nauðguðu og slátruðu fólki. Við höfum myndbönd, við höfum símanúmerin þeirra. Við vitum hverjir það voru og við getum útrýmt þeim. Við getum útrýmt Hamas,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd