fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hafa miklar áhyggjur af Navalny – Enginn veit hvar hann er niðurkominn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. desember 2023 06:28

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hafa miklar áhyggjur af velferð hans. Rúm vika er síðan til hans spurðist síðast.

Navalny afplánar nú fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Í febrúar 2022 var hann dæmdur í níu ára fangelsi og í ágúst síðastliðnum bættust nítján ár við dóminn.

Kira Yarmish, talskona Navalny, segir að lögmenn hans hafi reynt að heimsækja hann á mánudaginn fyrir viku í fangelsið þar sem hann afplánar dóminn. Þegar þangað var komið fengu þeir skilaboð þess efnis að Navalny væri ekki þar. Hafa þeir ekki fengið upplýsingar um hvar hann er niðurkominn.

Stuðningsmenn Navalny segja að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús fyrir skemmstu eftir að fallið í yfirlið í fangelsinu. Leikur grunur á að hann hafi lítið sem ekkert nærst síðustu vikur. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um heilsu hans eða hvar hann er niðurkominn sem fyrr segir.

Vegna þessa hafa lögmenn hans miklar áhyggjur af heilsu hans en Navalny átti að mæta fyrir dóm í gær en ekkert varð af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum