fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Úkraínumenn drápu meintan svikara í Moskvu – Fyrrum þingmaður sem sagði Zelensky vera kókhaus

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 18:00

Illya Kyva ásamt barnsmóður sinni. Til hægri er mynd af líki hans sem dreift var af úkraínsku leyniþjónustunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi úkraínskur þingmaður, Ilya Kyva, var myrtur í Moskvu í síðustu viku af úkraínskum útsendurum. Daily Mail greinir frá því að úkraínska leyniþjónustan, SBU, hafi lekið hrottalegum myndum af líki hans auk myndar af vopnunum, sem voru notuð til að ráða hann af dögum, hangandi í tré.

Þá var einnig lekið myndbandi þar sem flugumaðurinn Úkraínumanna sést undirbúa morðið.

Tilgangurinn með lekanum er sagður vera sá að senda öðrum Úkraínumönnum, sem svikið hafi lit og gengið til liðs við Rússa, skilaboð um hvað biði þeirra. Ekki síst til þeirra sem að flutt hafa til Rússlands og telja sig óhulta þar.

„Þetta eru skilaboð til allra svikara og stríðsglæpamanna sem hafa gengið til liðs við Rússa. Munið að Rússar munu ekki vernda ykkur. Dauðinn er það eina sem bíður óvinum Úkraínu,“ er haft eftir ónafngreindum aðila í frétt miðilsins.

Kyva var leiðtogi flokks sósíalista og sat á þingi árin 2017-2019. Hann var meðal þeirra sem bauð sig fram til forseta árið 2019 en varð að lúta í lægra haldi fyrir Volodymyr Zelensky og í kjölfarið snerist hann á sveif með Rússum. Sótti hann um pólitískt hæli í Rússalandi og fékk þarlent vegabréf.

Kyva var harðorður í garð Zelensky og sagði hann vera handbendi Breta auk þess sem hann væri kókaínfíkill.

Þingmaðurinn fyrrverandi hafði nýlega verið dæmdur í 14 ára fangelsi í Úkraínu fyrir föðurlandssvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala