fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Óttast nýtt fíkniefni sem er banvænna en fentanýl

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 14:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný tegund af ópíóða hefur náð fótfestu á Bretlandseyjum og er talið að um 54 dauðsföll síðustu sex mánuði megi rekja til efnisins.

Um er að ræða gerviefni (e. synthetic) sem kallast nitazen og er framleitt í leynilegum verksmiðjum í Kína. Efnið var fyrst þróað sem verkjalyf af svissneska lyfjafyrirtækinu Ciba á sjötta áratug síðustu aldar en komst aldrei á markað.

Efnið þykir ódýrt í framleiðslu og í fréttum breskra fjölmiðla kemur fram að því sé gjarnan blandað við heróín og falsaðar töflur sem eru sagðar innihalda oxycodone og Xanax. Neytendur hafa oftar en ekki enga hugmynd um að efnin sem þeir kaupa innihaldi hið baneitraða efni.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að nitazen sé hundrað sinnum sterkara en morfín og banvænna en fentanýl sem dregur hundruð þúsunda til dauða á hverju ári.

Í umfjöllun BBC kemur fram að lyfið hafi nú þegar náð nokkurri útbreiðslu í Bandaríkjunum en fyrst varð lögregla vör við efnið á Bretlandseyjum vorið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum