fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Svona eru litlu jólin á sjó – „Kokkurinn fór gjörsamlega á kostum“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 14:30

Jón Ragnar Kristjánsson kokkur leggur lokahönd á veislu kvöldsins. Mynd: Heimasíða Samherja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst, eins og segir á vef Samherja. 

Þar má sjá myndir frá litlu jólunum sem Áhöfn Kaldbaks EA 1 hélt í gær.

„Við fórum út síðasta föstudag og erum á Reykjafjarðarðarálnum í blíðskaparveðri,“ segir Oddur Jóhann Brynjólfsson skipstjóri.

Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.
Mynd: Heimasíða Samherja

„Jón Ragnar Kristjánsson kokkur er mikill snillingur í matseld og hann náði sannarlega að gera kvöldstundina hátíðlega. Við erum þrettán í áhöfn og borðsalurinn var tvísetinn enda ekki gert hlé á veiðum. Venjulega tekur borðhald ekki mjög langan tíma en í gærkvöldi nutum við kræsinganna og leyfðum okkur njóta samverunnar. Svona hátíðarstund brýtur upp daginn og allir voru sælir og glaðir, enda allir réttirnir hjá Jóni Ragnari frábærir og fóru vel í maga. Hann fór gjörsamlega á kostum, við erum allir sammála um það. Áhafnir annarra skipa Samherja halda sömuleiðis sín litlu jól, sem er frábær og góður siður,“ segir Oddur Jóhann Brynjólfsson skipstjóri.

Sveinn Sveinsson, Lárus Guðmundsson, Jóhannes Árnason, Oddur Brynjólfsson, Reynir Valsson, Þorsteinn Haraldsson.
Mynd: Heimasíða Samherja
Vadim Gusev, Aðalbjörn Þórhallsson, Guðmundur Þórðarson, Kokkurinn Jón Kristjánsson, Trausti Sigurðsson, Óskar Sigurpalsson, Sigurjón Sigurðsson.
Mynd: Heimasíða Samherja
Mynd: Heimasíða Samherja
Mynd: Heimasíða Samherja
Mynd: Heimasíða Samherja
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“