fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms: Kona fær bætur eftir að læknir fjarlægði eggjastokk hennar án samþykkis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. desember 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur dæmdi í dag Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) til að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þess að vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án samþykkis hennar.

Undir rekstri málsins varð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfuna en hún stóð eftir. Málavextir voru þeir að konan gekkst undir meðferð vegna sjúkdómsins endometriosu en hún átti sér langa sögu um sjúkdóminn. Var meðferðin liður í undirbúningi fyrir glasafrjóvgun. „Í aðgerðinni stóð til að brenna endometriosu, fjarlægja stórt endometrioma á hægri eggjastokk og eftir atvikum sjálfan eggjastokkinn ásamt því að leysa úr samvöxtum í kviðarholi sem gætu valdið stefnanda sársauka,“ segir í texta dómsins en læknirinn taldi sig og sjúklinginn hafa komist að munnlegri niðurstöðu um að fjarlægja eggjastokkinn, enda væri það æskilegast fyrir framtíðarheilsu sjúklingsins,. En þetta ætlaða samþykki reyndist byggt á misskilningi.
Héraðsdómur taldi að læknirinn hefði sýnt af sér gáleysi með því að fjarlægja eggjastokkinn án skriflegs samþykkis konunnar en taldi það vera almennt gáleysi en ekki stórkostlegt gáleysi eins og konan hélt fram og byggði á. Héraðsdómur tók hins vegar tillit til læknisfræðilegra matsgerða þar sem rennt var stoðum undir þá afstöðu að aðgerðin væri heilsufarslega æskileg fyrir konuna.
Var það því niðurstaða héraðsdóms að sýkna SÍ af miskabótakröfu konunnar. Í niðurstöðu Landsréttar segir hins vegar:

„Ósannað er að áfrýjandi hafi samþykkt þá meðferð, sem eins og áður var rakið fór þvert gegn þeim tilgangi með aðgerðinni að undirbúa áfrýjanda undir glasafrjóvgunarmeðferð. Þá liggur fyrir að aðgerðin var óafturkræf. Þegar þessa er gætt þykir læknirinn, með því að fjarlægja vinstri eggjastokk áfrýjanda án hennar samþykkis, hafa sýnt af sér slíka háttsemi að telja verði saknæmisskilyrði a-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga um stórkostlegt gáleysi uppfyllt í málinu. Við aðgerðina stofnaðist því réttur áfrýjanda til miskabóta á grundvelli ákvæðisins.“

Sem fyrr segir dæmdi Landsréttur SÍ til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Málskostnaður fellur niður.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum