fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hæstiréttur mun skera úr um hvort ferðalög vegna vinnu, utan dagvinnutíma, teljist vinnutími

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 14:30

Hæstiréttur. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að hann muni taka fyrir mál sem íslenska ríkið áfrýjaði til réttarins. Málið varðar málarekstur milli ríkisins og Eyjólfs Orra Sverrissonar vegna ágreinings um hvort tilteknar stundir, utan dagvinnutíma, sem Eyjólfur varði í ferðir erlendis vegna starfa sinna fyrir Samgöngustofu teljist vinnutími í skilningi laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Í ákvörðuninni segir að með héraðsdómi hafi verið fallist á dómkröfu Eyjólfs en þó þannig að dreginn var frá sá tími sem hann hefði ella varið í daglegar ferðir til og frá reglulegri starfsstöð sinni. Landsréttur hafi hins vegar talið að ríkið hefði ekki haldið fram sem málsástæðu fyrrgreindum frádrætti og því ekki talið tilefni til að draga þann tíma frá dómkröfum Eyjólfs. Að því virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms hafi Landsréttur fallist á dómkröfur Eyjólfs.

Fram kemur í ákvörðuninni að undir rekstri málsins var aflað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun vinnutímahugtaks evrópskar tilskipunar. Í héraðsdómi hefði komið fram að Eyjólfur hefði verið að sinna skyldum í þágu vinnuveitanda síns þegar hann fór í vinnuferðir erlendis utan hefðbundins vinnutíma. Í öllum tilvikum hefði verið um að ræða verulegan ferðatíma og ferðalög sem tengdust ekki hefðbundinni starfsstöð hans. Þá hefði hann einnig verið við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Töldust nánar tilgreindar stundir sem Eyjólfur varði í ferðir á vegum Samgöngustofu því vinnutími í skilningi laga nr. 46/1980.

Í áfrýjunarbeiðni sinni byggði ríkið á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess. Niðurstaða Landsréttar breyti áratugalangri framkvæmd við ákvörðun vinnutíma og muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar. Um fordæmisgefandi mál sé að ræða sem hafi almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og fyrir samfélagið í heild sinni.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að rétturinn taki undir með ríkinu. Að gögnum málsins sé talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á hugtakinu vinnutími í skilningi laga nr. 46/1980 og þýðingu vinnutímahugtaks tilskipunar 2003/88/EB.

Rétturinn mun því taka málið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum