fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Úkraínumenn komust inn í samskipti Rússa og Kínverja – Komu upp um stórhuga áætlun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 07:30

Kerch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsku leyniþjónustunni tókst nýlega að komast inn í samskipti Rússa og Kínverja um stórhuga áætlun þeirra varðandi Úkraínu.

The Washington Post segir að fulltrúar Rússa og Kínverja hafi á laun rætt um að gera neðansjávargöng til að tengja rússneska meginlandið við Krímskaga sem er á valdi Rússa. Fulltrúar ríkjanna funduðu um málið í október en ástæðan fyrir þessum viðræðum eru áhyggjur Rússa af öryggi brúarinnar sem þeir gerðu yfir Kerch sundið. Úkraínski herinn hefur tvisvar ráðist á brúna og valdið miklum skemmdum.

Brúin er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga Rússa til hersveitanna sem berjast í Úkraínu sem og til Krímskaga. Með því að gera neðansjávargöng gætu þeir verið vissir um að Úkraínumenn gætu ekki gert árásir á þau og þar með truflað birgðaflutninga þeirra.

Gerð neðansjávarganga mun kosta sem nemur mörg hundruð milljörðum íslenskra króna og það myndi ekki gera gerð þeirra auðveldari að stríð geisar í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni