fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Rafmyntakóngurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum – Gæti fengið 115 ára fangelsisdóm

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 07:00

Sam Bankman-Fried

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmyntakóngurinn Sam Bankman Fried hefur verið fundinn sekur í öllum sjö ákæruatriðum um svik, fjárdrátt og samsæri í umfangsmiklum réttarhöldum sem staðið hafa yfir honum undanfarnar vikur. Það tók kviðdóm í New York fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu í málinu en um er að ræða eitt umfangsmesta fjársvikamál í sögu Bandaríkjanna. Foreldrar Bankman-Fried grétu þegar dómurinn var lesinn upp en refsing verður ákveðin síðar, mögulega í mars á næsta ári. Gæti Bankman-Fried hlotið allt að 115 ára fangelsisdóm.

FTX, rafmyntakauphöllin sem Bankman-Fried stofnaði, var metin á 32 milljarða dollara þegar best lét en kauphöllin hrundi með eftirminnilegum hætti í nóvember í fyrra þegar efnhagsreikningi systurfélags, Amada Research, var lekið sem sýndi að um 10 milljarða bandaríkja dali vantaði í reikninginn, sem síðar kom í ljós að Bankman-Fried og samverkafólk hans hefði svikið undan viðskiptavinum sínum.

Rafmyntakóngurinn fyrrverandi virtist vera í losti þegar sakfellingin var lesin upp.

Saksóknarinn Damian Williams var ánægður með úrskurðinn og barði sér á brjóst við blaðmenn fyrir utan dómssalinn. „Rafmyntir eru kannski nýjar af nálinni, viðskiptamenn eins og Sam Bankman-Fried eru kannski nýjir af nálinni en þessi tegund af svikum, þessi tegund af spillingunni hefur fylgt mannkyninu lengi og við höfum enga þolinmæði fyrir slíku,“ sagði Williams.

Sagði hann að málið hefði verið keyrt afar hratt áfram af embætti sínu sem hafi verið meðvituð ákvörðun í ljósi umfangs þess. Hét hann því að mál Banman-Fried yrði öðrum víti til varnaðar og að embætti hans myndi berjast hatrammlega gegn fjársvikum og spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig