fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fasteignafélag Sverris Einars sem vakti þjóðarathygli úrskurðað gjaldþrota – „Stendur til að gera upp við kröfuhafa“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 11:55

Sverrir Einar Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þak, byggingarfélag, sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í morgun en gjaldþrotaúrskurðurinn var kveðinn upp þann 23. nóvember síðastliðinn.

Óhætt er að segja að kastljósið hafi beinst að fyrirtækinu árið 2017 þegar setti 10 stúdíóíbúðir í fjölbýlishúsi á Kársnesi í sölu og auglýsti að í boði var 95% lán til kaupanna. Fyrirkomulag var þannig að kaupendur myndu taka 80% lán frá hefðbundinni lánastofnun en síðan myndi fyrirtækið bjóða upp á 15% seljanda lán 9,8 prósent vöxtum til sjö ára. Væntanlegir eigendur þyrftu því aðeins að eiga 5% eigið fé til kaupanna. Söluverð íbúðanna var á bilinu 15,9 – 23,9 milljónir króna og því þurftu kaupendur að eiga innan við eina milljón króna í eigið fé til að ganga frá kaupunum.

Fyrirkomulagið festi sig ekki í sessi á markaðinum

Eignirnar voru sagðar henta ungu fólki sérstaklega vel og vakti athæfið talsverðan áhuga á fasteignamarkaðinum sem var erfiður þá líkt og í dag. Fjölluðu allir helstu fjölmiðlar landsins um framtakið.

„Það er merkilegt að það eru að minnsta kostir þrír verktakar sem hafa hringt í mig og beðið um að fá að fylgjast með þessu, með það í huga að taka upp þráðinn ef þetta gengur vel. Við erum að fara af stað í byggingar sjálfir og það er alveg öruggt mál að ef að þetta gengur vel þá munum við halda þessu áfram,“ sagði Sverrir Einar í viðtali við RÚV þegar framtakið var kynnt.

Íbúðirnar seldust allar að lokum, bæði til fyrirtækja og einstaklinga, en fyrirkomulagið festi sig þó ekki í sessi á markaðinum.

Stendur til að gera upp við kröfuhafa

Nú er félagið farið í þrot en í samtali við DV kveðst Sverrir Einar bjartsýnn á að fyrirtækið komist aftur í hans hendur. Aðspurður um hvað fór úrskeiðis í rekstrinum segir hann:

„Þarna er um að ræða rekstur sem tímabundið bar hallann af fjárfrekri uppbyggingu. Að baki kröfum á félagið eru ekki háar upphæðir og stendur til að gera upp við kröfuhafa og fá búið til baka þannig að hægt sé að styrkja stoðir félagsins“.

Sverrir Einar hefur haft mörg járn í eldinum undanfarin ár en hann vakti fyrst athygli fyrir kaup og sölu á gulli og eðalsteinum, þá rak hann starfsmannaleigu um skeið, gististaði sem og pizzustað og dögurðarstaðinn vinsæla Þrastarlund. Í seinni tíð hefur framtak hans með Nýju vínbúðina sem og kaup hans á skemmtistaðnum B5 vakið mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd