fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Símtöl frá rússneskum hermönnum – „Þú deyrð eins og helvítis regnormur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 07:00

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæplega tvö ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Svo virðist sem sívaxandi fjöldi rússneskra hermanna vilji gjarnan sleppa úr stríðinu og komast heim. Að minnsta kosti er hægt að lesa þetta út úr símtölum rússneskra hermanna heim til ættingja og vina.

AP skýrir frá þessu á grunni leynilegra upptaka sem fréttaveitan hefur undir höndum.

Á upptökunum heyrast samtöl rússneskra hermanna, sem hringja heim frá vígvellinum í Úkraínu, við ættingja og vini.

Á einni upptökunni heyrist rússneskur hermaður, sem er í Kharkiv í Úkraínu, hringja í bróður sinn og segja: „Það er enginn helvítis „deyðu hetjudauða“ hér. Þú deyrð bara eins og helvítis regnormur.“

Í upphafi stríðsins notuðust Rússar aðallega við atvinnuhermenn en eftir því sem stríðið hefur dregist á langinn hafa þeir þurft að kalla menn úr mörgum samfélagshópum til herþjónustu.

Mennirnir, sem heyrist í á upptökunum, hafa ekki náð að koma sér hjá herþjónustu. Sumir vegna peningaleysis, aðrir vegna menntunarskorts eða af öðrum ástæðum. Þeir hafa enga fyrri reynslu af því að gegna herþjónustu.

Einn vann við kjötvinnslu, annar hjá lögfræðistofu og sá þriðji í stórmarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“