fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Sahara verðlaunað í Bandaríkjunum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2023 15:32

Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stafræna markaðsstofan Sahara hlaut í síðustu viku hin eftirsóttu verðlaun US Agency Awards í Bandaríkjunum. US Agency Awards heiðra stafrænar auglýsingastofur sem hafa náð framúrskarandi árangri á sviði framleiðslu, hönnunar, stafrænna auglýsingaherferða og fleiri markaðslegra þátta.Verðlaunin snúast ekki um umfang herferða eða stærð auglýsingastofa, heldur er þeim einfaldlega ætlað að fagna frábærum árangri og veita viðurkenningar til þeirra sem skara fram úr í nýsköpun og kreatífri hugsun að sögn Sigurðar Svanssonar, framkvæmdastjóra Sahara.Í flokknum Social Media Campaign of The Year lenti Sahara í fyrsta sæti með herferðina Keeping London Warm Since 2022 sem unnin var fyrir 66°Norður. Í umsögn dómnefndar segir: „Herferðin er skýrt dæmi um fullkomna blöndu af sköpunargáfu og gagnastýrðri, stafrænni nálgun sem hittir á hárfínt jafnvægi. Teymið skilaði öflugri strategíu og úrvinnsla sögupersóna gegndi lykilhlutverki í að móta efnið. Við kunnum að meta metnaðinn og vinnuna sem lögð var í þessa glæsilegu herferð og óskum teyminu til hamingju með þennan framúrskarandi árangur.“Sigurður segir það afar ánægjulegt að hafa unnið til þessara verðlauna hjá US Agency Awards. Þau undirstriki enn frekar að stofan sé á réttri vegferð því aðeins eru nokkrar vikur síðan Sahara hlaut tvenn verðlaun á Global Digital Excellence Awards.

„Starfsfólkið okkar vann hörðum höndum að þessu verkefni og þessi viðurkenning staðfestir hvað við erum með frábært teymi innanhús sem sýnir enn og aftur að það er sterkt á erlendum jafnt sem innlendum markaði. Það sem gerir þennan sigur svo enn sætari er að við opnuðum fyrir stuttu útibú í Bandaríkjunum þar sem við ætlum að láta að okkur kveða með tíð og tíma og verðlaun sem þessi eru góð lyftistöng fyrir inngöngu okkar á þann markað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá vill að RÚV haldi aftur af sér – „Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst“

Diljá vill að RÚV haldi aftur af sér – „Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst“
Fréttir
Í gær

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“