fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sænsk verkalýðsfélög að gera ríkasta mann heims brjálaðan

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 21:30

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greinir frá því að það hafi tekið starfsmenn í verksmiðju rafbílaframleiðandans Tesla í Svíþjóð, sem eru í verkfalli, rúman mánuð að fá einhver viðbrögð frá forstjóra og einum helsta eiganda fyrirtækisins Elon Musk. Musk er ríkasti maður heims. Musk er þekktur fyrir að vera andsnúin verkalýðsfélögum en þeim sænsku hefur tekist að reita hann verulega til reiði.

„Þetta er klikkun“ sagði Musk fyrir helgi í færslu á samfélagsmiðli sínum, X.

Var hann þá að vísa til að starfsmenn sænsku póstþjónustunnar hafa í samúðarskyni við verkfall starfsmanna Tesla neitað að senda Tesla-númeraplötur.

Starfsmennirnir sem eru í verkfalli eru bifvélavirkjar sem neita að sinna viðgerðum á bifreiðum fyrirtækisins. Þeir starfa hjá dótturfélagi Tesla í Svíþjóð og fóru í verkfall í síðasta mánuði eftir að fyrirtækið neitaði að viðurkenna verkalýðsfélag þeirra.

Fleiri starfsstéttir tóku fljótlega þátt í verkfallinu. Meðal annars hindruðu ahfnarverkamenn sendingar á Tesla-bifreiðum í öllum sænskum höfnum og rafvirkjar hættu að sinna viðhaldi á bifreiðunum.

Verkalýðsfélag sem starfsmennirinir tilheyra segir verkfallið snúast um góð laun, góð eftirlaun og góðar tryggingar fyrir alla meðlimi sem starfi hjá Tesla. Félagið hafi lengi átt í viðræðum við Tesla sem neiti að skrifa undir almenna kjarasamninga og brjóti gegn grundvallaviðmiðum sænsks vinnumarkaðar.

Um 90 prósent vinnandi fólks í Svíþjóð tilheyrir verkalýðsfélögum og falla þar með undir almenna kjarasamninga.

Tesla á sér hins vegar sögu um mikinn fjandskap í garð verkalýðsfélaga. Starfsmönnum þess í Bandaríkjunum hefur mistekist nokkrum sinnum að mynda með sér verkalýðsfélög vegna hörku fyrirtækisins og veikrar vinnumálalöggjafar í landinu.

Tesla og Elon Musk sjálfur hafa verið sökuð um að yfirheyra, beita agaviðurlögum eða mismuna á annan hátt þeim starfsmönnum sem styðja verkalýðsfélög.

Fyrr á þessu ári voru 30 starfsmenn fyrirtækisins í verksmiðju þess í Buffalo reknir eftir að hafa reynt að stofna verkalýðsfélag.

Hugsanlega mun verkfallið í Svíþjóð blása starfsmönnum Tesla í Þýskalandi baráttuanda í brjóst. Fyrirtækið rekur verksmiðju nærri Berlín og þar starfa 11.000 manns. Verkalýðsfélög hafa þrýst á Tesla að gera kjarasamning við starfsmennina. Eitt þeirra segir starfsmenn Tesla á lægri launum en starfsmenn annarra bílaframleiðenda í Þýskalandi.

Tesla hefur sótt um leyfi til að tvöfalda verksmiðjuna í Þýskalandi. Gangi þær áætlanir eftir verður um að ræða stærstu bílaverksmiðju Evrópu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt