fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Einn af hverjum fimm mætir ekki í meðferð

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 11:00

18 prósent mættu ekki árið 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hverjum mánuði berast 230 beiðnir að meðaltali um innlögn á sjúkrahúsið Vog. Um 500 til 700 manns eru á biðlista á hverjum tíma.

Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, þingmanns Pírata.

Kemur fram að nokkur hluti fólks afþakki eða mæti ekki í meðferð þegar röðin kemur að þeim. Árið 2022 voru þetta 18 prósent einstaklinga, eða tæplega fimmti hver. 82 prósent þáðu og mættu á Vog þegar röðin kom að þeim.

Í svari Willums kemur einnig fram að biðlistinn hafi styst. Það er að SÁÁ hafi á undanförnum gripið til þess ráðs að koma á fót göngudeild fyrir þá sem ekki þurfa á meðferð vegna fráhvarfa.

„Aðgerðirnar hafa leitt til þess að beiðnum um innlögn á sjúkrahúsið Vog hefur fækkað og biðtími eftir innlögn styst þannig að flestir komast að innan 90 daga viðmiðs embættis landlæknis um biðtíma,“ segir í svari Willums.

Einnig að almennt sé ekki biðlisti á meðferðarstöðinni Vík.

Þá er unnið að því að gera nýjan heildarsamning á milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ sem taki við af fjórum eldri samningum. Innan eins heildarsamnings verði auðveldara fyrir SÁÁ að forgangsraða verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Í gær

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Í gær

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Í gær

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika
Fréttir
Í gær

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu