fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ómar vildi um 14 milljónir króna í laun – Fékk bara helminginn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 10:45

Ómar R. Valdimarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og verjandi Alexanders Mána Björnssonar í Bankastræti Club-málinu, fór fram á 13-14 milljónir króna í laun fyrir störf sín en fékk aðeins rúmlega helming þeirrar upphæðar. Morgunblaðið greindi fyrst frá.   Ríkissjóður borgar launin en hefur svo kröfu á skjólstæðing Ómars en sá hlaut þyngsta dóminn í málinu, sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps.

Eins og aðrir lögmenn í málinu sendi Ómar sundurliðað yfirlit yfir tímafjölda sína og kvaðst hann hafa unnið í 594 klukkustundir að málinu auk viðbótartíma sem voru tilkomnir vegna framlengingar á gæsluvarðhaldi Alexanders Mána. Miðað við reglur ætti tímagjald lögmanna að vera 23.5oo krónur sem hefði þýtt að málsvarnarlaun Ómars  hefðu verið allt að 14 milljónir króna.

Héraðsdómari mat það hins vegar svo að hófleg málsvarnarlaun til handa Ómari væru 7,8 milljónir króna og gaf lítið fyrir tilraunir Ómars til þess að sanna tímafjöldann með því að láta skjólstæðing kvitta fyrir samskipti þeirra í tímaskýrsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína