fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Zelenskyy tjáði sig í stóru viðtali – „Ég hef lifað fimm morðtilraunir af“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 09:00

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári hefur Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sloppið lifandi frá að minnsta kosti fimm morðtilraunum.

Þetta sagði Zelenskyy í viðtali við breska götublaðið The Sun en þar ræddi hann eitt og annað.

„Ég er ekki alveg viss, en það hafa að minnsta kosti verið fimm eða sex morðtilraunir,“ sagði hann og bætti við að úkraínska leyniþjónustan hafi komið í veg fyrir þessi morðtilræði.

Hann var spurður hvort hann sé reiðubúinn til friðarviðræðna við Rússland en því svaraði hann ákveðið „nei“.

Þetta svar hans hefur vakið mikla athygli í Rússlandi: „Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskyy, vísar alfarið á bug hugmyndum um að hefja friðarviðræður við Rússland, þrátt fyrir erfiða stöðu úkraínska hersins á vígstöðvunum,“ skrifaði ríkisfréttastofan TASS.

Í viðtalinu sagði Zelenskyy einnig að hann hafi sett ofan í við Valery Zaluzny, æðsta yfirmann hersins, fyrir að hafa sagt í viðtali við The Economist í byrjun mánaðarins að stríðið við rússneska innrásarherinn væri í járnum. Hann sagði að Zaluzny og aðrir æðstu yfirmenn hersins eigi að halda sig frá stjórnmálum. „EF hermaður ákveður að fara í stjórnmálin, þá er það hans val. En þá getur hann ekki haldið áfram að stýra hernum,“ sagði hann.

Zelenskyy sagði einnig að stríðið væri nú komið á þann stað að um meiri kyrrstöðu sé að ræða þar sem reyni á úthald herjanna, ekki eigi að reikna með afgerandi sóknarsigrum Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“