fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Þorvaldur segir að það geti dregið til tíðinda við Svartsengi í mánaðarlok

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 07:00

Frá Svartsengi. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga þá rís land nú við Svartsengi og segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, að athyglisvert verði að sjá þegar landrisið í Svartsengi nái sömu hæð og það náði 10. nóvember.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er haft eftir Þorvaldi að sá möguleiki sé fyrir hendi að það dragi til tíðinda í jarðhræringum á Reykjanesskaga þegar nær kemur mánaðamótum. Hann sagði að greinilegt landris sé beggja megin við sigdalinn eða misgengið sem liggur í gegnum Grindavík.

Hann sagði að túlka megi þetta sem svo að kvika sé komin inn í þennan kvikugang eða um áframhaldandi hreyfingu á kviku sé að ræða, að kvika komi enn inn. Eitthvað haldi þessu gangandi.

Hvað varðar hraða landrissins undir Svartsengi sagði hann það koma á óvart hversu hratt það er og ekki sé að sjá að það sé að hægja á því, það hafi haldist jafnt síðan 10. nóvember. Kvikukerfið sé ekki að slaka á eða jafna sig, það sé eitthvað annað að gerast þarna. Landrisið geti ekki átt sér stað nema kvika sé að koma inn.

Þegar landrisið verður komið í svipaða hæð og það hafði náð 10. nóvember fari hugsanlega eitthvað að gerast. Ekki sé útilokað að það sama gerist og þá en að öðrum kosti geti gosið eða innskot farið í aðra átt.

Varðandi hvenær landrisið nái sömu hæð og 10. nóvember sagði hann að það geti gerst 25. til 30. nóvember en það sé háð því að hraði þess verði áfram sá sami og nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt