fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Guðjón varar fólk við: „Í guðanna bænum látið ekki blekkjast“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, vakti athygli á því í gærkvöldi að einhver óprúttinn aðili á netinu væri að reyna að svindla á fólki og nota hans nafn til þess.

„Ég vara alla við! Einhver á netinu er að reyna að svindla á fólki undir mínu nafni og með með mynd af mér. Fólk sem orðið hefur fyrir þessu hefur látið mig vita og sent mér myndir sem líta svona út. Í guðanna bænum látið ekki blekkjast,“ sagði Guðjón á Facebook-síðu sinni.

Mikið hefur borið á allskonar svindlum að undanförnu og hafa meðal annars lögreglan og CERT-IS, sem hefur með net- og upplýsingaöryggi þjóðarinnar að gera, varað við þeim.

Guðjón birti skjáskot af aðferðafræði gervimannsins en eins og það sýnir virðist ekki vera um mjög fágað svindl að ræða.

Reynir hann að kynna fyrir viðkomandi einhverskonar forrit sem á að hjálpa fólki að greiða reikninga. Segist gervimaðurinn til dæmis hafa fengið 500 þúsund króna gjöf fyrir að skrá sig.

Í þessu svindli og fleiri sambærilegum netsvindlum sannast það sem CERT-IS hefur reglulega minnt á í fréttatilkynningum sínum í gegnum tíðina: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, er það yfirleitt þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Í gær

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku