fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Guðjón varar fólk við: „Í guðanna bænum látið ekki blekkjast“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, vakti athygli á því í gærkvöldi að einhver óprúttinn aðili á netinu væri að reyna að svindla á fólki og nota hans nafn til þess.

„Ég vara alla við! Einhver á netinu er að reyna að svindla á fólki undir mínu nafni og með með mynd af mér. Fólk sem orðið hefur fyrir þessu hefur látið mig vita og sent mér myndir sem líta svona út. Í guðanna bænum látið ekki blekkjast,“ sagði Guðjón á Facebook-síðu sinni.

Mikið hefur borið á allskonar svindlum að undanförnu og hafa meðal annars lögreglan og CERT-IS, sem hefur með net- og upplýsingaöryggi þjóðarinnar að gera, varað við þeim.

Guðjón birti skjáskot af aðferðafræði gervimannsins en eins og það sýnir virðist ekki vera um mjög fágað svindl að ræða.

Reynir hann að kynna fyrir viðkomandi einhverskonar forrit sem á að hjálpa fólki að greiða reikninga. Segist gervimaðurinn til dæmis hafa fengið 500 þúsund króna gjöf fyrir að skrá sig.

Í þessu svindli og fleiri sambærilegum netsvindlum sannast það sem CERT-IS hefur reglulega minnt á í fréttatilkynningum sínum í gegnum tíðina: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, er það yfirleitt þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa