fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Fluttu til Grindavíkur til að vera nálægt náttúrunni en ekki alveg svona nálægt – Eiga ekki von á því að snúa aftur heim

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 12:20

Mikið hefur gengið á í Grindavík síðustu misserin. Fólk sem er þar núna finnur vel fyrir skjálftunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur árum flutti Sigurður Leósson til Grindavíkur ásamt eiginkonu sinni. Markmiðið var að setjast að og eyða efri árunum í rólegum bæ í nágrenni við fallega náttúru.

Vefritið Business Insider ræddi við Sigurð en hann, eins og allir íbúar Grindavíkur, þurfti að hafa sig á brott vegna stöðugra jarðhræringa og óvissu um mögulegt eldgos.

Hann rifjar upp stóran skjálfta sem reið yfir svæðið síðdegis föstudaginn 10. nóvember en það sama kvöld tilkynntu Almannavarnir um rýmingu bæjarins.

„Eftir að skjálftinn hafði riðið yfir kom nágranni minn yfir til að athuga með okkur. Hann var fölur og augljóslega mjög brugðið. „Það er að koma eldgos,“ sagði hann. „Ég ætla ekki að vera hér.““

Sigurður segir að í kjölfarið hafi hann og eiginkona hans tekið sömu ákvörðun og yfirgefið svæðið. Fóru hjónin til aðstandenda í Reykjavík þar sem þau fengu næturstað.

Hjónin fluttu til Grindavíkur fyrir þremur árum. „Markmiðið var að setjast í helgan stein í rólegu samfélagi. Við vildum vera nálægt náttúrunni en ekki svona nálægt,“ segir hann í viðtalinu við Business Insider.

Hann rifjar svo upp að þau hafi fengið tíu mínútur á dögunum til að vitja eigna sinna. „Við tókum ljósmyndir og myndaalbúm, hluti sem hafa tilfinningalegt gildi. Við teljum okkur heppin að hafa náð að taka með okkur hluti sem við myndum sennilega sakna.“

Sigurður og eiginkona hans geta ekki farið heim enda stendur rýmingin enn yfir. Þá er húsið þeirra á mesta hættusvæðinu sem búið er að skilgreina. „Vísindamennirnir sögðu okkur að húsið væri að síga þetta tólf sentímetra á dag.“

Hann bendir svo á að skemmdirnar séu miklar í Grindavík og óvissan mikil fyrir íbúa. Hann velkist þó ekki í vafa um það að íslensk yfirvöld komi Grindvíkingum til aðstoðar og bæti það tjón sem orðið hefur. Ísland sé auðug þjóð og yfirvöld hugsi jafnan vel um sitt fólk þegar mikið liggur við.

Sigurður segir að lokum að þó að þau hjónin hafi verið búin að koma sér vel fyrir sé ekki víst að þau snúi aftur. „Við erum róleg að eðlisfari og hús er bara hús. Ég á ekki von á því að við komum aftur en við verðum bara að bíða og sjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim