fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur kærðir til lögreglu í dag vegna framgöngu í máli eftirlýsta drengsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttusamtökin Líf án ofbeldis fordæma eftirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á 11 ára gömlu barni, en lögreglan lýsti eftir drengnum að kröfu Barnaverndar Reykjavíkur fyrr í dag.

Samtökin staðfesta að drengurinn dvelur hjá móður sinni, sem er forsjárforeldri, við góðan aðbúnað. Þetta viti bæði lögregla og barnavernd og hafi margsinnis verið staðfest.

„Við teljum þetta mannréttindabrot og að stjórnvöld sú að brjóta á friðhelgi barnsins að tilefnislausu, ásamt því að valda barninu óafturkræfanlegu tjóni. Eins og ríkið hefur nú þegar gert þegar barnið var tekið með valdi af barnaspítalanum, eins og fréttist vel um landið og var sterklega mótmælt.

Barnið er ekki í hættu á neinn hátt og við teljum vel hægt að sýna fram á að þessi aðgerð lögreglu að auglýsa opinberlega eftir drengnum gæti talist ólögmæt á fleiri en einn veg.

Faðir barnsins sem yfirvöld hyggjast koma barninu til, sætir stöðu sakbornings í tveimur ofbeldismálum nú, bæði gagnvart umræddu barni og móður hans.

Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafa verið kærðir til lögreglu (í dag) vegna háttsemi sinnar í þessu sama máli sem getur talist refsiverð.“

Móðir drengsins, Helga Sif Andrésdóttir,  greinir sömuleiðis frá kærunni á Facebook þar sem hún segir að í dag hafi ögmaður hennar lagt inn kæru á hendur starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur fyrir meðal annars skjalafals. Þeir ráðgjafar barnaverndar sem komi við sögu í máli Helgu og sonar hennar séu þeir sömu og stóðu að aðför hjá Eddu Björk Arnardóttir nú fyrir skömmu. Auk þeirra hefur Helga kært fleiri starfsmenn fyrir brot á hegningalögum við vinnslu máls sonar hennar.

„Lögmaður minn sendi inn kæru til lögreglu í dag, á hendur starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur, fyrir skjalafals meðal annars. Ráðgjafarnir sem eru með málið mitt eru tvær konur, nákvæmlega sömu konurnar og stóðu að aðförinni heima hjá Eddu Björk fyrir stuttu. Auk þeirra eru fleiri starfsmenn barnaverndar kærðir fyrir brot á hegningarlögum í málavinnslunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Barn með mislinga á Landspítalanum

Barn með mislinga á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu
Fréttir
Í gær

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Fréttir
Í gær

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík