fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Hrikaleg árás með steypuklumpi á Akranesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiftarleg átök milli tveggja manna við Esjuvelli á Akranesi árið 2022 leiddu til þess að þeir eru báðir ákærðir fyrir líkamsárás, hvor gegn öðrum.

Atvikið átti sér við strætóbiðstöð við Esjuvelli á Akranesi þann 30. mars 2022. Annar maðurinn réðst á hinn og sló hann ítrekað í höfuðið og bringu með þeim afleiðingum að hann hlaut 1 cm skurð á hnakka og 3 cm skurð á vinstra eyra. Auk þess hlaut hann bakverk af árásinni.

Sá sem varð fyrir árásinni hér að ofan svaraði með því að ráðast að árásarmanninum með rúmlega 300 gramma steypuklumpi og sló hann ítrekað í  höfuðið með honum. Fékk hinn maðurinn af þessu tannbrot og skurði og skrámur á höfuðið.

Héraðssaksóknari krefst þess að báðir mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar.

Sá sem varð fyrir fyrrnefndu árásinni krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá óvini sínum. Sá sem hann barði með steypuklumpinum krefur hann aftur á móti um 1,2 milljónir í miskabætur.

Aðalmeðferð verður í málinu við Héraðsdóm Vesturlands í Borgarnesi þann 8. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Í gær

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út