fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Sigurbergur í Fjarðarkaupum látinn – Íþrótta og félagsstarfsfrömuður sem var á móti frjálsri áfengissölu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. nóvember 2023 10:28

Sigurbergur stofnaði Fjarðarkaup ásamt fjórum öðrum árið 1973.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbergur Sveinsson kaupmaður er látinn. Sigurbergur lést á sunnudaginn 12. nóvember á Landspítalanum níræður að aldri.

Morgunblaðið greinir frá.

Sigurbergur er þekktastur fyrir að stofna og reka stórverslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Verslunina stofnaði hann fyrir sléttri hálfri öld, árið 1973, ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Gísladóttur sem lést árið 2009 og öðrum hjónum, Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jónsdóttur. Fram að því hafði Sigurbergur rekið bókhaldsfyrirtæki.

Sigurbergur var einnig einn af stofnendum Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði árið 1967. Hann var mikill íþróttaáhugamaður og stundaði skák, borðtennis, stangveiði og studdi Hauka í knattspyrnu.

Vakti það athygli þegar Sigurbergur lýsti því að hann væri á móti því að afnema ríkiseinokun á áfengi og heimila sölu áfengis í verslunum. Taldi hann að það yrði til þess að auka á böl þeirra sem glímdu við ofneyslu áfengis.

Sjá einnig:

Eigandi Fjarðarkaupa vill ekki sjá áfengi í verslanir:Þingmenn vilja eitra enn frekar fyrir þjóðinni

Einnig var hann virkur í félagsstarfi, var í Kiwanishreyfingunni og Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Þá var hann áhugamaður um varðveislu Selárdalskirkju í Arnarfirði en hann ólst upp að Húsum í Selárdal.

Eftirlifandi börn Sigurbergs eru Hjördís, Rósa, Sveinn og Gísli. Aðrir afkomendur eru orðnir 24 og eftirlifandi sambýliskona Sigurbergs er Kolbrún Svavarsdóttir.

Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þann 22. nóvember klukkan 15:00, miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Í gær

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós