fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Venesúela-málið á borði dómsmálaráðuneytisins – „Þær eru keyrðar á einhvern stað sem við raunverulega vitum ekki alveg hvar er“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 15:00

Maiquetia-flugvöllur. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handtaka tæplega 180 Venesúela-búa sem flugu sjálfviljugir til Venesúela í gær vegna tilboðs stjórnvalda um 400 þúsund króna fjárstyrk hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem fólkinu hafi verið haldið á flugvellinum í Caracas og eigur þess verið gerðar upptækar, einnig hafi fólkið verið látið játa á sig föðurlandssvik með því að skrifa undir yfirlýsingu. Til stendur að bjóða fjölmörgum öðrum Venesúelabúum hér á landi flug heim.

Sjá einnig: Flóttamennirnir handteknir við komuna til Venesúela – 80 milljónir af íslensku fé virðast hafa farið í hendur einræðisherra landsins

Jón Sigurðsson, formaður Félags talsmanna um alþjóðlega vernd, FTA, lýsir skuggalegum tíðindum af fólkinu í viðtali við RÚV.  „Og það er tekið af þeim vegabréf og einnig er tekið af þeim reiðufé, sem sagt ferðastyrkur sem þau hafa fengið frá íslenskum yfirvöldum í tengslum við sjálfviljuga heimför,“ segir hann.

Hann segir fólkið hafa verið látið skrifa undir skjal á flugvellinum, „sem að eftir því sem við höfum heyrt var þess efnis að þau séu að gangast við því að hafa framið landráð gegn lýðveldinu Venesúela.“

Í kjölfarið hafi þeim verið smalað upp í rútur, óviljugum. „Og þær eru keyrðar á einhvern stað sem við raunverulega vitum ekki alveg hvar er en það er í lögreglufylgd. Um borð í rútunum eru vopnaðir lögreglumenn.“

Jón óttast að símar fólksins hafi verið gerðir upptækir því nú náist ekki samband við það.

Dómsmálaráðuneytið leitar upplýsinga

Dómsmálaráðuneytið hefur birt yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að ráðuneytið sé að afla sér upplýsinga um það. Í yfirlýsingunni segir að flugið hafi gengið vel en fregnir hafi brotist af frelsisskerðingum farþega:

„Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst