fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Engin spurning að það mun gjósa segir Ármann – Í mesta lagi ein til tvær vikur í gos

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 06:45

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er al­veg klárt að það verður eld­gos en það er spurn­ing hvar eld­gos verður. Stóru fleka­hreyf­ing­arn­ar eru komn­ar í gang og byrjaðar að opna allt kerfið. Þá er al­veg ljóst að það verður eld­gos ein­hvern tím­ann á næstu dög­um, mesta lagi eft­ir eina viku eða tvær.”

Þetta sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. Hann sagði að með hverjum deginum sem líður, þá dragi úr líkunum á að það gjósi í Sundhnúkasprungunni.

Hann sagði að um helgina hafi mestar líkur verið á gosi í Sundhnúkagígaröðinni en nú séu meiri líkur á að kvikan komi upp í Eldvörpum. Nú þurfi að skoða mæligögn til að sjá hvort land sé enn að rísa undir Eldvörpum.

” Þegar kvik­an er orðin nægi­leg til að kom­ast upp til yf­ir­borðs þá ger­ir hún það frek­ar þar [Eld­vörp­um] en á Sund­hnúka­sprung­unni. Í fyrsta lagi þá erum við á fleka­mót­um. Flek­arn­ir eru stöðugt að fara í sund­ur en akkúrat fleka­mót­in sjálf, þau geta haldið í sér í svo­lít­inn tíma en þegar þau bresta þá mynd­ast aðstæður svo að kvika kom­ist til yf­ir­borðs og það er að ger­ast á Reykja­nesi,“ seg­ir Ármann og bæt­ir því við að þetta ástand muni vera í gangi næstu 10-15 ár á Reykja­nesskaga,“ sagði hann einnig.

Hann sagði einnig að þegar þetta kerfi hafi lokið sér af, fari næsta kerfi af stað og þá séu það væntanlega Bláfjöll eða Krýsuvíkurkerfið sem fara af stað eða jafnvel Hengilskerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“