fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Yfirgaf Grindavík á föstudag – Rændur í Reykjavík nóttina á eftir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 11:29

Marcel Marek

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Marek er einn af íbúum Grindavíkur sem yfirgaf heimili sitt á föstudag með fáar eigur sínar. Nóttina á eftir var brotist inn í bíl hans þar sem hann stóð á bílastæði við hús vinar hans þar sem Marcel hafði fengið gististað og hluta af eigum hans rænt, það mikilvægasta er vegabréfið. 

„Síðustu nótt var brotist inn í bílinn minn og hluta af eigum mínum stolið. Ég var með nokkuð af dóti þar sem ég gisti hjá vini mínum vegna þess að þurfti að rýma Grindavík. Það mikilvægasta sem var stolið er vegabréfið mitt, ef einhver er með það þá býð ég fundarlaun fyrir. Það myndi kosta mig háar fjárhæðir að fara til Tékklands til að fá nýtt vegabréf útgefið,“ segir Marcel í færslu á Facebook. 

Í samtali við DV segir Marcel að hann hafi selt húsið sitt við Víkurbraut í Grindavík kl. 10 á föstudagsmorgun. „Hugmyndin hjá mér var að kaupa íbúð af því það var erfitt að reka heilt hús,“ segir Marcel sem hefur verið búsettur í Grindavík í þrjú ár og starfar hjá Vélsmiðju Grindavíkur. 

Marcel við heimili sitt í Grindavík.

„Svo um kvöldið varð allt klikkað. Þannig að ég tók köttinn mitt og mikilvægustu eigur mínar, setti í bílinn og keyrði til vinar míns í Reykjavík. Það var allt mjög kaótískt, íbúð vinar míns er lítil og ég skildi dót eftir í bílnum. Ég er alveg í áfalli af því mér datt ekki einu sinni í hug að einhver myndi stela dótinu mínu úr bílnum.“

Segir hann að svo virðist sem þjófurinn hafi reynt að ræna bílnum líka, þar sem vírar lágu út úr svissinum og það hafi verið erfitt að koma lyklinum í og starta bílnum. „Það var mjög erfitt að koma lyklinum í svissinn, og virðist sem einhver hafi reynt að nota skrúfjárn eða annað verkfæri til að koma honum í gang.“ Bíllinn stóð á bílastæðinu við Austurbrún 4 frá kl. 22 á föstudagskvöld til 7.30 á laugardagsmorgun og var brotist inn í bílinn á þeim tíma. 

Bifreið Marcel við Austurbrún

„Kreditkortinu mínu var stolið, 30.000 krónum í pening, og nokkrum smærri hlutum. Vegabréfið er það mikilvægasta samt,“ segir Marcel, sem er þegar búinn að tilkynna þjófnaðinn til lögreglunnar.

Bjartmar Leósson hjólahvíslari vakti athygli á þjófnaðinum í hópnum Hjóladót o.f. – Tapað, fundi eða stolið.Þetta er það síðasta sem fólk þarf þegar það er nýflúið frá Grindavík!“

Marcel þiggur allar ábendingar um vegabréf sitt og aðrar eigur og má senda honum skilaboð á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“