fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vegagerðin birtir myndir af alvarlegum skemmdum vega í og við Grindavík

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. nóvember 2023 19:30

Mynd: Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil, eins og kemur fram í færslu Vegagerðarinnar.

Vegirnir verða lokaðir þar til Almannavarnir telja öruggt að opna fyrir umferð, hvort heldur er takmarkaða umferð eða alla umferð. Það verður ekki í dag eða nótt. 

„Það er ekki að ástæðulausu sem það er lokað, ekki eingöngu vegna jarðhræringa og mögulegs goss heldur einnig vegna ástands veganna eins og þessar myndir sem hér fylgja bera með sér.“

Vegagerðin fór í dag inn á svæðið til að kanna ástand vegakerfisins. Sjá má að vegir í og við Grindavík eru víða mjög illa farnir og ekki hægt að nýta þá í því ásigkomulagi sem þeir eru. 

Austurvegur, íþróttamiðstöð Grindavíkur á vinstri hönd
Mynd: Vegagerðin
Austurvegur fyrir neðan hjúkrunarheimilið VíðihlíðMynd: Vegagerðin
Austurvegur horft að Ránargötu
Mynd: Vegagerðin

Ennfremur kemur fram að verktakar sem vinna fyrir Vegagerðina í ýmsum framkvæmdum hafa lagt fram tæki og mannskap til að byggja varnargarða komi til þess að farið verði í slíkar framkvæmdir. Vegagerðin mun einnig styðja slíkar aðgerðir á allan þann hátt sem mögulegt er, en Vegagerðin nú sem fyrr kemur að almannavörnum. Fylgjast má með lokun vega á www.umferdin.is en þar eru upplýsingar uppfærðar jafnóðum og þær berast.

Horft inn Austurveg
Mynd: Vegagerðin
Ránargata
Mynd: Vegagerðin
Ránargata, Túngata í bakgrunni
Mynd: Vegagerðin
Nesvegur Mynd: Vegagerðin
Austurvegur, Grindavíkurkirkja í bakgrunni
Mynd: Vegagerðin
Nesvegur fyrir neðan innkeyrsluna að golfvellinum í Grindavík
Mynd: Vegagerðin
Mynd: Vegagerðin
Nesvegur fyrir neðan innkeyrsluna að golfvellinum í Grindavík
Mynd: Vegagerðin

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa