fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vilja flytja lík ofbeldisfulls föður frá Reykjavík – „Við systkinin viljum hann ekki nálægt okkur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. nóvember 2023 09:00

Flutningur líka er löglegur en sjaldgæfur. Mynd/Þjóðkirkjan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flutningur líka frá einum kirkjugarði í annan er ekki jafn auðveldur og hann hljómar. Hafi lík lengi lengi í jörðu er líklegt að kistan sé niðurbrotin.

Á samfélagsmiðlinum Reddit hefur spunnist umræða um hvort að leyfilegt sé að grafa upp lík í einum kirkjugarði til að færa yfir í annan. Einn notandi greinir frá því að ofbeldisfullur faðir sinn hafi dáið fyrir skemmstu og móðir sín hafi ákveðið að láta grafa hann í Fossvogskirkjugarði þrátt fyrir að hann hafi verið landsbyggðarmaður.

Lítur notandinn á þetta sem ögrun af hálfu móður sinnar, að hún hafi grafið hann í Fossvogi til þess að hann yrði nær börnunum sínum.

„Foreldrar mínir búa út á landi, pabbi hataði Reykjavík. Við systkinin viljum hann ekki nálægt okkur,“ segir notandinn og spyr ráða.

Hægt að kæra ákvörðun

Smári Sigurðsson, forstjóri Kirkjugarðasambandsins og Kirkjugarða Akureyrar, segir að flutningur líka úr einum kirkjugarði yfir í annan sé mögulegur. Það sé samt ekki kirkjugarðanna að ákveða heldur þarf leyfi frá sýslumanni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins til að raska grafarfriði.

„Aðstandendur geta ekki farið út í kirkjugarð og flutt hinn látna í burtu,“ segir Smári.

Smári er feginn að beiðni um flutning líka séu sjaldgæfar. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Fjallað er um flutning líka í 14. kafla laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Yfirvöld þurfa að leita umsagna hjá ýmsum aðilum, meðal annars kirkjugarðsstjórn viðkomandi kirkjugarðs og heilbrigðisyfirvalda vegna mögulegrar sýkingarhættu.

Aðeins maki, börn, niðjar, foreldrar eða systkini geta óskað eftir flutningi og greina þarf frá ástæðu hans. Ákvörðun um flutning er hægt að kæra.

Yfirlæknir heilsugæslunnar eða fulltrúi hans þarf að vera viðstaddur uppgröft líksins sem og sóknarprestur. Yfirlæknirinn tekur ákvörðun um hvort að það þurfi að setja líkið í sérstaka kistu á meðan flutningnum stendur.

Kistan oft niðurbrotin

„Það er ekki einfalt mál að grafa upp lík í kirkjugarði þar sem búið er að grafa einhvern við hliðina. Kista sem er búin að vera í jarðvegi í einhvern tíma er ekkert alveg stráheil. Það eru litlar líkur á því að hægt sé að taka kistuna upp aftur og því er þetta ekki eins einfalt og það hljómar,“ segir Smári.

Segir hann að spurningin komi oft upp en sjaldan verði af flutningi.

„Sem betur fer, segi ég sem starfsmaður kirkjugarðs, gerist það afar sjaldan að það sé óskað eftir flutningi látinna. Það er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera að grafa upp hinn látna, en það er allt hægt,“ segir hann.

Smári segist ekki blanda sér inn í málin og spyrjast fyrir um hverjar ástæðurnar séu. „Þetta snýst um tilfinningar hjá fólki og ég ber virðingu fyrir því,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast