fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Stjórnarandstöðuleiðtogi sendir Katrínu bréf vegna styrkja til Samherja – „Þau verða að sniðganga þetta fyrirtæki frá því að fá opinbera styrki“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. nóvember 2023 15:30

Leiðtoga hægriflokksins PDM, McHenry Venaani, er ekki skemmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

McHenry Venaani, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins PDM í Namibíu, hyggst senda bréf til Katrínar Jakobsdóttur og hvetja hana til að hætta stuðningi við útgerðarfélagið Samherja. Hann sakar íslensk stjórnvöld um að taka Samherjamálið ekki nægilega alvarlega.

„Þau verða að sniðganga þetta fyrirtæki frá því að fá opinbera styrki, jafn vel þó þetta sé innlent fyrirtæki,“ segir Venaani við namibíska dagblaðið The Namibian. „Ég mun skrifa bréf til forsætisráðherra Íslands og krefjast þess að Samherji borgi bætur til namibísks almennings fyrir peningana sem þau hafa tapað vegna málsins og að Ísland verði að gera sitt til að draga þetta fólk til ábyrgðar.“

Ummælin voru vegna þess að Samherji hlaut á dögunum 100 milljón króna styrk frá Orkusjóði til að hanna lausnir fyrir togara til að nýta rafeldsneyti.

Íslenska stjórnin taki málið ekki alvarlega

Í frétt The Namibian er greint frá því að blaðið hafi innt Samherja eftir svörum um málið símleiðis og með tölvupósti en ekki haft erindi sem erfiði.

Einnig er rætt við suður afrískan sérfræðing í verkalýðsmálum, Herbert Jausch að nafni, sem segir að meðferð íslenskra stjórnvalda á Samherja varpi skugga á þær vonir að yfirmenn verði framseldir til Namibíu.

Hafa ber þó í huga að íslenskum stjórnvöldum er samkvæmt lögum bannað að framselja eigin ríkisborgara.

„Þetta er merki þess að íslenska ríkisstjórnin tekur Fishrot spillingarskandalinn mjög alvarlega…. engin hefur verið handtekinn á Íslandi,“ segir Jausch.

Gögnin bárust seint

Samherjarannsóknin hefur staðið yfir í um fjögur ár. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagði í viðtali við RÚV fyrr í haust að heimsfaraldurinn hefði tafið rannsóknina sem og að embættið væri að bíða eftir gögnum frá Namibíu. Það væri þó langt því frá einsdæmi að mál tækju svo langan tíma. Vísaði Ólafur til hrunmála í því samhengi.

Ólafur Þór Hauksson vill fara til Namibíu og taka skýrslur. Mynd úr safni

Í lok október var greint frá því að gögnin hefðu loks borist, meðal annars bankaupplýsingar um átta félög tengd Samherja og sextán önnur namibísk félög sem tengjast Samherjamálinu. Einnig bakgrunnsupplýsingar um tíu Namibíumenn, ársreikningar, vitnaskýrslur og margt fleira.

Verið er að fara yfir þessi gögn en einnig vill héraðssaksóknari sjálfur yfirheyra fólk í Namibíu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni