fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Jafet S. Ólafsson látinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri er látinn, 72 ára að aldri. Hann andaðist að  morgni síðastliðins þriðjudags, 7. nóvember.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaði dagsins.

Jafet lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977 auk þess að vera löggiltur verðbréfamiðlari. Jafet kom víða við í íslensku viðskiptalífi á ferli sínum og var áberandi álitsgjafi um verðbréfaviðskipti hér á landi.

Jafet S. Ólafsson

Jafet starfaði hjá iðnaðarráðuneytinu í níu ár frá 1975, hann var hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga frá 1984 til 1986 og Þróunarfélagi Íslands frá 1986 til 1988. Hann var útibússtjóri Iðnaðarbankans og seinna Íslandsbanka frá 1988 til 1994 en þá var hann ráðinn útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, þar sem hann starfaði á árunum 1994 til 1996.

Hann stofnaði Verðbréfa­stof­una ásamt öðrum árið 1997 og var þar fram­kvæmda­stjóri en seldi sinn hlut í henni 2006 og stýrði eftir það Veig, sem var fjárfestingarfélag.

Jafet sat í ýmsum stjórnum og lét til sín taka í félagsmálum, sat meðal annars í stjórn Vals og var formaður Bridgesambands Íslands. Þá má nefna að hann var konsúll fyrir Rúmeníu árum saman og var sæmdur rúmenskri orðu fyrir störf sín. Í Morgunblaðinu er jafnframt greint frá því að hann hafi lengi fengist við leiðsögn í Laxá í Aðaldal.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Jafets er Hild­ur Hermóðsdótt­ir, kenn­ari, bók­mennta­fræðing­ur og fyrrverandi út­gef­andi. Börn Jafets og Hild­ar eru Jó­hanna Sig­ur­borg, Ari Hermóður og Sig­ríður Þóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“