fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hún hefur heimsótt 193 ríki: Nefnir bestu löndin og mestu vonbrigðin – Sjáðu hvar Ísland lendir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cassandra De Pecol er ein fárra jarðarbúa sem heimsótt hefur öll 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Veftímaritið Insider fékk hana til að velja uppáhaldsríkin og er skemmst frá því að segja að Ísland endar nokkuð ofarlega á lista Cassöndru.

Cassandra var aðeins 27 ára þegar hún heimsótti 193. landið á listanum en hún hefur ferðast ein til allra þessara ríkja. Auk þess hefur hún komið til Taívan, Kósóvó og Palestínu.

Fór fyrst til útlanda 18 ára

Þessi bandaríska ofurkona var orðin 18 ára þegar hún fór fyrst út fyrir landsteinana en þá heimsótti hún nágrannaríkið Kanada. „Þá vaknaði þessi þörf til að fara á staði sem ég hef ekki komið á áður og ferðast um heiminn. Ég var sérstaklega spennt fyrir stöðum sem almennt eru ekki taldir öryggir og staðir sem fólk almennt ferðast ekki mikið til,“ segir hún.

Cassandra kom til Íslands undir lok árs 2015 og miðað við Instagram-síðu hennar heimsótti hún meðal annars Bláa lónið.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cassie De Pecol (@cassiedepecol)

Argentína trónir á toppnum

Í efsta sæti á lista Cassöndru yfir eftirlætislöndin er Argentína, en þar hefur hún varið dágóðum tíma síðustu ár. Hún hefur kynnst góðu fólki þar og þá er náttúrufegurðin í Patagóníu einstök.

Í öðru sæti á listanum er Austurríki en Cassandra segist vera mikil útivistarmanneskja. Austurríki er algjör útivistarparadís með sínum háu fjöllum og sinni fallegu náttúru.

Í þriðja sæti á listanum er Bútan sem liggur í austurenda Himalajafjalla á milli Indlands og Kína. Bútan er landlukt og býsna sérstakt land þar sem íbúar eru friðsælir og hamingjusamir, að sögn Cassöndru. Náttúran þar er svo auðvitað einstök. Segist hún hvetja alla ferðalanga til að heimsækja Bútan að minnsta kosti einu sinni um ævina.

Í fjórða sæti á listanum er svo Pakistan og í fimmta sæti er Vanúatú í Suður-Kyrrahafi. Hún ferðaðist um allt Pakistan og segir að maturinn þar sé einstakur. Náttúrufegurðin er mikil í Pakistan og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi; strendur, tilkomumikil skóglendi og Himalaya-fjöllin. „Fólkið var líka einstakt og mjög vinalegt.“

Fær ekki nóg af Íslandi

Í sjötta sæti á lista Cassöndru er svo Ísland. „Ísland er annað land sem ég hef heimsótt nokkrum sinnum því ég fæ ekki nóg af náttúrunni. Þetta er fullkominn staður til að flýja á til að ná slökun og andlega íhugun.“ Cassandra segir að Íslendingar séu skemmtilegir og þeir taki vel á móti ferðamönnum, maturinn sé dásamlegur og náttúrufegurðin auðvitað einstök.

Fyrir neðan Ísland, í sætum 7. til 10. eru Óman, Bandaríkin, Máritíus og Túnis.

Hún segir að nokkur lönd komist ekki á listann vegna þess hvernig komið var fram við hana. Hún nefnir Ítalíu í þessu samhengi, land sem henni þykir vænt um, en í hvert einasta skipti sem hún kemur þangað segist hún vera áreitt af karlmönnum. Þetta sé synd því ítalskar konur komi vel fram.

Annað land sem olli henni vonbrigðum var Norður-Kórea, ekki síst í ljósi þeirra ströngu reglna sem gilda um heimsóknir erlendra ríkisborgara. Hún segir að leiðsögumaður hennar hafi verið frábær en hann þurfti að vera með henni hvert sem hún fór. Þá mátti hún ekki fara út af hótelherberginu sínu og þurfti að skilja fartölvuna sína, síma og GPS-staðsetningarbúnað eftir á flugvellinum því annars hefði hún átt á hættu að hann yrði gerður upptækur. Það eina sem hún mátti vera með var GoPro-myndavél sem hún var reiðubúin að tapa.

Hægt er að skoða myndir frá ferðalögum Cassöndru á Instagram-síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg