Þetta kemur fram í upplýsingum sem birtar voru á vef Veðurstofunnar eftir hádegi í dag.
Gervihnattagögn sem unnið var úr um klukkan 17 í gær og ná yfir tímabilið milli 4. Og 6. Nóvember staðfesta áframhaldandi landris við Þorbjörn.
„Sömu gögn sýna engin merki um kvikusöfnun í Eldvörpum eða við Sýlingarfell, austan Grindavíkurvegar, þar sem skjálftavirkni hefur mælst síðustu daga,“ segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að kvikusöfnun haldi áfram á um 5 kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn.
„Ef miðað er við 27. október sem upphafsdag atburðarásarinnar til dagsins í dag hefur land risið nokkuð jafnt þó svo að hröðun á ferlinu hafi mælst á milli daga. Áfram má búast við hviðukenndri skjálftavirkni á meðan að kvikusöfnun er í gangi.“