fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Lést eftir að hafa tekið Ozempic – Ekkillinn lýsti sorginni í 60 Mínútum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 09:46

Trish og Roy Webster. Trish er talin hafa látist af völdum megrunarlyfsins Ozempic á síðasta ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trish Webster, 56 ára áströlsk kona, lést fyrr á þessu ári eftir að hafa tekið lyfið Ozempic sem nýtur vaxandi vinsælda hjá þeim sem vilja grennast.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki og hefur reynst byltingarkennt í baráttu við offitu. Eiginmaður Trish telur að lyfið hafi átt sinn þátt í dauða hennar.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að Trish hafi fengið Ozempic ávísað frá lækni þar sem hún vildi komast í ákveðinn kjól fyrir brúðkaup dóttur sinnar. Samhliða því fékk hún lyfið Saxenda og virtust lyfin hafa góða virkni þar sem Trish hafði lést um 16 kíló á fimm mánuðum.

Ozempic líkir eftir náttúrulegu hormóni, GLP-1, sem er losað úr þörmum eftir máltíðir og hægir þannig á meltingunni. Vandamál geta komið upp ef lyfið hægir of mikið á starfsemi meltingarfæranna og stíflur myndast í meltingarveginum.

Þann 16. janúar síðastliðinn, nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið, kom eiginmaður Trish, Roy Webster, að eiginkonu sinni meðvitundarlausri á heimili þeirra.

„Það lak brúnn vökvi út úr munninum á henni. Ég áttaði mig á því að hún andaði ekki og ég hóf endurlífgun,“ sagði Roy í samtali við 60 Minutes Australia í síðustu viku.

Trish var flutt á sjúkrahús í kjölfarið þar sem hún var úrskurðuð látinn stuttu síðar. Í ljós kom að hún þjáðist af iðrabólgu og leikur grunur á að Ozempic hafi átt þátt í dauða hennar.

„Ef ég hefði vitað að þetta gæti gerst þá hefði hún ekki tekið þessi lyf. Ég hélt að maður gæti ekki dáið af þessu,“ segir Roy.

Tekið er fram í umfjöllun New York Post að ekki sé búið að kveða upp þann dóm að Ozempic hafi átt beinan þátt í dauða Trish en Roy segist þess fullviss að lyfið hafi átt sinn þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“