fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Rafmyntakóngurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum – Gæti fengið 115 ára fangelsisdóm

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 07:00

Sam Bankman-Fried

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmyntakóngurinn Sam Bankman Fried hefur verið fundinn sekur í öllum sjö ákæruatriðum um svik, fjárdrátt og samsæri í umfangsmiklum réttarhöldum sem staðið hafa yfir honum undanfarnar vikur. Það tók kviðdóm í New York fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu í málinu en um er að ræða eitt umfangsmesta fjársvikamál í sögu Bandaríkjanna. Foreldrar Bankman-Fried grétu þegar dómurinn var lesinn upp en refsing verður ákveðin síðar, mögulega í mars á næsta ári. Gæti Bankman-Fried hlotið allt að 115 ára fangelsisdóm.

FTX, rafmyntakauphöllin sem Bankman-Fried stofnaði, var metin á 32 milljarða dollara þegar best lét en kauphöllin hrundi með eftirminnilegum hætti í nóvember í fyrra þegar efnhagsreikningi systurfélags, Amada Research, var lekið sem sýndi að um 10 milljarða bandaríkja dali vantaði í reikninginn, sem síðar kom í ljós að Bankman-Fried og samverkafólk hans hefði svikið undan viðskiptavinum sínum.

Rafmyntakóngurinn fyrrverandi virtist vera í losti þegar sakfellingin var lesin upp.

Saksóknarinn Damian Williams var ánægður með úrskurðinn og barði sér á brjóst við blaðmenn fyrir utan dómssalinn. „Rafmyntir eru kannski nýjar af nálinni, viðskiptamenn eins og Sam Bankman-Fried eru kannski nýjir af nálinni en þessi tegund af svikum, þessi tegund af spillingunni hefur fylgt mannkyninu lengi og við höfum enga þolinmæði fyrir slíku,“ sagði Williams.

Sagði hann að málið hefði verið keyrt afar hratt áfram af embætti sínu sem hafi verið meðvituð ákvörðun í ljósi umfangs þess. Hét hann því að mál Banman-Fried yrði öðrum víti til varnaðar og að embætti hans myndi berjast hatrammlega gegn fjársvikum og spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla