fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sprengdu aðrar flóttamannabúðir á Gaza – 80 létust, meirihlutinn konur og börn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 07:04

Eyðileggingin á Gaza-svæðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher gerði loftárás á flóttamannabúðir í Gaza í gær með þeim afleiðingum að áttatíu manns létu lífið og hundruðir særðust samkvæmt umfjöllun CNN. Meirihluti þeirra sem létust voru konur og börn. Ísraelski herinn hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að skotmark árásarinnar hafi verið Hamas-liðar sem leyndust í búðunum og rekið þaðan stjórnstöð. Árásin hafi byggst á nákvæmum upplýsingum og að Hamas-liðunum hafi verið útrýmt.

Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem Ísraelsmenn gera árás á flóttamannabúðir á Gaza en mikill fjöldi lét lífið þegar gerð var loftárás á Jabalia-flóttamnannabúðirnar, þær stærstu á Gaza, .á þriðjudag. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu þá árás og sagði Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari SÞ, að honum „blöskr­aði stig­magn­andi of­beldið á Gaza.“

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að árásin á Jabalia-búðirnar geti verið skilgreint sem stríðsglæpur í ljósi þess hversu hátt hlutfall óbreyttra íbúa lést og umfangi eyðileggingarinnar.

Talið er að 8.700 Palestínumenn hafi látið lífið á meðan umfangsmiklar árásir Ísraelshers hafa staðið yfir. Þá sendi UNICEF frá sér yfirlýsingu en í henni kemur fram að um 400 börn láti lífið á degi hverjum í árásunum. Í heildina eru 3.500 börn sögð vera meðal þeirra látnu og þúsundir hafa slasta.

„Þetta getur ekki talist eðlilegt,“ segir í yfirlýsingunni þar sem undirstrikað er að börn hafi þjáðst of mikið í átökunum. „Börn eru ekki skotmörk,“ segir í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“