fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hólmgeir endurvekur Skjá 1: „Hver veit nema gaml­ir kunn­ingj­ar komi aft­ur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna þess­ara tíma­móta er því komið að því að end­ur­vekja Skjá 1,“ segir Hólmgeir Baldursson, áhugamaður um sjónvarp, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hólmgeir endurvakti stöðina í gegnum streymi á tímum Covid-faraldursins en nú stendur til að færa sig yfir í línulega dagskrá þar sem kvikmyndir og þættir verða meðal annars sýndir.

Hólmgeir segir að eins langt aftur og hann man hafi  umræðan um rík­is­stuðning við sjón­varp verið há­vær en efnd­ir verið eng­ar.

„Minn bak­grunn­ur er út­gáfa og út­leiga kvik­mynda, fyrst á vhs og síðar á dvd-disk­um hér heima og í Bretlandi. Sjón­varp var svo­lítið á öðru plani enda tækni­hlut­inn mik­il völ­und­ar­smíð, en ég réðst þó í að stofna Skjá 1 og koma þeirri ágætu stöð í loftið um þetta leyti árið 1998. Skjár 1 fagn­ar því 25 ára út­send­ing­araf­mæli.“

Sagði sig úr flokknum

Hólmgeir kvaðst hafa sagt sig úr Sjálf­stæðis­flokkn­um til að geta bet­ur varið þá skoðun sína að reka ópóli­tísk­an afþrey­ing­armiðil án hags­muna­gæslu fyr­ir einn eða neinn.

„Það var ekki fyrr en Silf­ur Eg­ils varð það afl í póli­tískri umræðu á nýrri sjón­varps­stöð að eitt­hvað var verið að hnippa í „strák­inn með nýju stöðina“ til að koma ákveðnum sjón­ar­miðum að, en á minni rekstr­artíð með Skjá 1 ræddi ég aldrei við þátta­stjórn­end­ur um annað en að virða sjálf­stæða dag­skrár­gerð og frelsi rit­stjóra.“

Hólmgeir rifjar svo upp að hann hafi sett stöðina aftur í gang á streymi og skemmt með ókeypis afþreyingu í tæpa níu mánuði um 48 þúsund manns sem sátu heima í og úr sóttkví.

„Vegna þess­ara tíma­móta er því komið að því að end­ur­vekja Skjá 1, enda allt þegar þrennt er og í raun eru markaðsaðstæður fyr­ir sjón­varps­stöð hvorki betri né verri nú en 1998.“

RÚV ryksugar til sín almannafé

Hann bendir á að íslenskar sjónvarpsstöðvar hafi týnt tölunni hver á fætur annarri síðustu misseri: ÍNN, Hringbraut og N4 og fleiri hafi komið og farið á undanförnum árum.

„Umræðan um nafnið Skjá 1 er bara skemmti­leg að mínu mati og káss­ast lítið upp á mig, en ég var aldrei hrif­inn af því að þeir sem keyptu rekstr­ar­fé­lagið af mér um mitt ár 1999 skyldu ekki hafa meiri metnað í að koma með nýtt nafn í stað þess að skrum­skæla mitt. Sú stöð varð svo að Sjón­varpi Sím­ans fyr­ir rest, óviðkom­andi mínu skráða hug­verki. Skjár 1 stend­ur því enn sem virðulegt stöðvar­heiti, hokið af reynslu á sjón­varps­markaði og því al­gjör­lega óþarfi að koma með ein­hverja Stöð 7 þegar svona gott nafn er enn fyr­ir hendi.“

Hólmgeir talar svo um rekstrarumhverfi innlendra afþreyingarmiðla og segir það erfitt. „RÚV trón­ir á toppn­um sem það sjón­varp sem ryk­sug­ar til sín al­manna­fé fyr­ir millj­arða ár­lega, en þrátt fyr­ir líf­leg­ar umræður í 25 ár hef­ur ná­kvæm­lega ekk­ert breyst. Al­gjör­lega töpuð bar­átta þar sem ráðamenn þjóðar­inn­ar sjá enn ekki sóma sinn í að styðja við inn­lenda afþrey­ing­armiðla í sam­keppni við RÚV og er­lend­ar streym­isveit­ur.“

Getur haldið endalaust áfram

Hann kveðst hafa hugsað málið, enn óflokksbundinn, og Skjár 1 geti haldið endalaust áfram dagskrárlega úr bílskúrnum heima hjá honum með þau hundruð kvikmynda sem hann hefur tryggt sér í gegnum tíðina.

„Nú ís­lenska ég þær bara sjálf­ur eft­ir að giggið mitt hjá Viaplay og Netflix sem þýðandi hætti. Sýn­ir í verki metnaðinn sem þess­ar veit­ur hafa gagn­vart ís­lensk­um áhorf­end­um.“

Hann segir að einn góðan veðurdag muni þeir sem öllu ráða átta sig á að það borg­ar sig að hjálpa ís­lensk­um afþrey­ing­armiðlum í sam­keppni við ríkið og er­lendu streym­isveiturn­ar. Nú sé lag.

„Skjár 1 ætl­ar sér „bara“ að sinna línu­legri dag­skrá með „retró“ bíó­mynd­ir og gamla sjón­varpsþætti sem ég setti á dag­skrá 1998, bara af því að það er eng­inn að gera það í dag, og skapa stöðinni sér­stöðu á lif­andi sjón­varps­markaði fyr­ir áhuga­sam­ar nýj­ar kyn­slóðir áhorf­enda. Hver veit nema gaml­ir kunn­ingj­ar komi aft­ur í formi „póli­tískra spjallþátta“ eða timb­urmannaþátt­ur á laug­ar­dags­eft­ir­miðdegi fyr­ir þá sem eru að staul­ast á lapp­ir fram eft­ir degi. Aldrei að vita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks