fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Gamlar syndir bæklunarlæknis í krossbandsaðgerð og aðgerð á öxl leiddu til óþarfa áminningar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið hefur fellt úr gildi áminningu sem embætti landlæknis veitti bæklunarlækni vegna meintra brota sem áttu sér stað annars vegar árið 2002 og hins vegar árið 2016. Var talið að hér væri um það gömul mál að ræða að eðlilegra hefði verið að gefa lækninum kost á að bæta ráð sitt fyrst. 

Lækninum var tilkynnt að landlæknir hefði til skoðunar tvær kvartanir vegna starfa hans. Hafði embættið látið vinna álit fyrir bæði málin og var niðurstaða beggja álita að læknirinn hefði brotið gegn skyldum sínum.

Fyrra tilvikið varðaði aðgerð sem fór fram árið 2002. Þar höfðu mistök átt sér stað í krossbandsaðgerð, en þessi mistök komu ekki í ljós fyrr en sjúklingur fór í myndatöku og speglun á árunum 2018 og 2019. Seinna málið varðaði aðgerð sem fór fram árið 2016 á öxl sjúklings að því er virtist án nokkurs tilefnis. Í báðum tilvikum var skráningu í sjúkraskrá verulega ábótavant.

Fór það svo að lækninum var veitt áminning og sagðist landlæknir líta það alvarlegum augum hversu illa var staðið að skráningu sjúkraskrár, en slík vanræksla geri það að verkum að sjúklingar ættu erfitt með að fá úrlausn kvörtunar.

Læknirinn kærði áminninguna til heilbrigðisráðuneytis. Þar vísaði hann til þess að fyrri aðgerðin fór fram fyrir rúmlega tveimur áratugum. Útilokað sé fyrir hann að bregðast við ásökunum sem varða atvik sem áttu sér stað fyrir þetta löngu síðan. Eins hafi þá aðrar reglur verið í gildi um skráningu í sjúkraskrá. Hvað seinni aðgerðina varði þá hafi hann ákveðið að framkvæma hana í kjölfar klínískrar skoðunar og greiningu á téðum sjúklingi. Sá hafi glímt við verki sem mögulegt var að draga úr með einfaldri aðgerð. Það hafi því verið skylda hans sem læknis að framkvæma aðgerðina til að létta á verkjunum. Læknirinn gerði athugasemd við óháða umsögn sem landlæknir hafði aflað, en sú umsögn hafi komið frá lækni sem hafði hvorki sérþekkingu né reynslu af aðgerðum sem þessum. Eftir standi þá athugasemd við færslu í sjúkraskrá hvað seinni aðgerðina varðar, en slíkt brot væri ekki tilefni fyrir áminningu.

Landlæknir bar því við að hér hefði læknirinn í raun ekki mótmælt því að mistök hafi átt sér stað árið 2002. Vissulega sé langt um liðið en sjúklingi hafi þó verið ófært að kvarta fyrr en eftir að honum urðu mistökin ljós árið 2019. Eins hafi það verið skylda árið 2002 að færa upplýsingar inn í sjúkraskrá og varðveita með öruggum hætti. Aftur hafi læknirinn vanrækt skráningu árið 2016, en landlæknir líti slík brot alvarlegum augum. Áminning hafi þannig verið réttlætanleg.

Heilbrigðisráðuneytið féllst á það með lækninum að langt væri liðið frá árinu 2002. Svo gömul atvik gætu varla orðið grundvöllur áminningar. Hins vegar hafi læknir vanrækt skráningu í sjúkraskrá árið 2016 en í samræmi við meðalhóf hefði landlæknir fremur átt að gefa lækninum tilmæli um að haga skráningum í samræmi við lög. Seinna tilvikið hafi átt sér stað fyrir sjö árum síðar og því hafi landlæknir í raun verið að áminna lækninn fyrir annars vegar tuttugu ára brot og hins vegar sjö ára brot. Sú staða geri áminningu sérlega íþyngjandi.

Áminning var því felld úr gildi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo