fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Saurgerlamengað vatn á Borgarfirði eystra – Fólk sjóði vatn fyrir neyslu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. október 2023 15:00

Vatn fer að verða vanfundið víða um heim. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coli gerlar fundust við reglubundið eftirlit vatnsveitunnar á Borgarfirði eystra. Ekki er vitað hvaðan mengunin kemur en frekari rannsóknir standa yfir.

„Það er búið að beina þeim tilmælum til íbúa að sjóða neysluvatn á meðan við tökum fleiri sýni og sjáum hvort þetta sé yfirstaðið,“ segir Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Á Borgarfirði búa um 130 manns.

Coli gerlar eru gerlar sem koma úr saur blóðheitra dýra. Það getur verið hættulegt að innbyrða þá og einkenni sýkingar geta verið blóðugur niðurgangur, slæmir kviðverkir og uppköst. Fylgikvillar geta verið nýrnabilun og fækkun blóðflagna, einkum hjá börnum yngri en 10 ára.

Á Borgarfirði eystra búa um 130 manns. Mynd/Wikipedia

„Þetta er eitthvað sem getur alltaf komið fyrir. Þess vegna erum við með reglubundið eftirlit með vatnsveitum og fylgjumst með vatnsgæðum,“ segir Lára.

Beðið eftir niðurstöðum

Verið var að vinna við vatnsveituna daginn sem sýnið var tekið, á þriðjudaginn í síðustu viku, það er 26. september. „Við erum að vona að það útskýri þessa mengun,“ segir Lára.

Búið er að taka annað sýni úr vatnsveitunni og verið er að bíða eftir niðurstöðunum úr því. Ef það sýnir áfram coli gerla mengun verður farið að leita að orsökum mengunarinnar og farið í að hreinsa kerfið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“