Umferðarslys varð fyrir stuttu við álverið í Straumsvík, þar sem árekstur tveggja bíla varð.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent fjóra sjúkrabíla og einn tækjabíl á vettvang. RÚV greinir frá að ekki er enn vitað hversu margir voru í bílunum tveimur og ekkert liggur fyrir um alvarleika slyssins.
Að sögn sjónarvotts varð slysið á nýrri hliðarbraut vegna framkvæmda: „Það er röð á brautinni og hleypt í hollum framhjá. Það virðist sem ferðamenn hafi farið á rangan vegarhelming, ég sá fullt af ferðatöskum, það er alla vega einn bíll mjög skemmdur.“
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn, ekki er vitað um líðan þeirra.