fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Einar Ágústsson dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti í enduruppteknu máli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. október 2023 18:30

Einar Ágústsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Einari Ágústssyni fyrir fjársvik, úr þriggja og níu mánaða fangelsi niður í þriggja ára fangelsi, í enduruppteknu máli.

Einar var árið 2017 fundinn sekur um fjársvik í Héraðsdómi Reykjavíkur og dómurinn var staðfestur fyrir Landsrétti ári síðar. Síðar kom í ljós að einn dómara í málinu hafði verið ólöglega skipaður af Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, samkvæmt áliti MDE, og í fyrra var fallist á endurupptöku í málinu af þessum ástæðum.

Einar var sakaður um fjársvik í rekstri fjárfestingafélgasins Skajaquoda ehf, um að hafa blekkt fjórar manneskjur til að leggja samtals 74 milljónir í sjóðinn á fölskum forsendum. Var Einar sagður hafa haldið röngum upplýsingum að fólkinu sem lagði fé í fjárfestingarsjóð hans. Var fullyrt að sjóðurinn hefði aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Brotin áttu sér stað á árunum 2011 til 2013. Var Einar einnig sakfelldur fyrir brot á gjaldeyrislögum en gjaldeyrishöft voru í landinu þegar brotin voru framin.

Í endurupptökudómi Landsréttar er fyrri dómur að mestu leyti óraskaður en fangelsisrefsing yfir Einari var milduð, sem fyrr segir.

Einar var jafnframt dæmdur til að greiða einum aðila 30 milljónir króna með vöxtum og öðrum aðila rétt rúmega 40 milljónir króna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi