fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Jörð farin að skjálfa á Reykjanesskaga á ný – Yfir 700 skjálftar frá miðnætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. október 2023 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og hafa rúmlega 700 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Stærsti skjálfstinn mældist kl. 8:18 og var hann 4,5. Um hálfsexleytið mældist skjálfti upp á 3,9.

Skjálftarnir fundust víða á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Töluverð skjálftavirkni er áfram á svæðinu en flestir skjálftarnir litlir.

Samkvæmt frétt RÚV eru engin merki um gosóróa á svæðinu.

Undanfarin eldgos á Reykjanesskaga hafa komið í kjölfar skjálftahrina, eftir að þær hafa rénað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg