fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Myndband af árás Íslendingsins í Osaka – Braut augnatóftir bílstjórans

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. október 2023 13:37

Úr öryggismyndavélum í Osaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskir fréttamiðlar hafa birt myndbönd af árás og handtöku Íslendingsins á leigubílstjórann í Osaka í Japan. Bílstjórinn höfuðkúpubrotnaði undir báðum augnatóftum.

DV greindi frá því morgun að 24 ára gamall Íslendingur hefði verið handtekinn í Osaka vegna gruns um að hafa lamið 59 ára gamlan leigubílstjóra. Það var Japan Today sem greindi frá málinu ytra.

Maðurinn fór í bílinn klukkan 10:30 að morgni þriðjudags í síðustu viku. Þegar á leiðarenda var komið neitaði hann að borga upphæðina, 3.000 yen eða um 2.800 krónur.

Þegar hann ætlaði í burtu án þess að borga reyndi bílstjórinn að stoppa hann með áðurnefndum afleiðingum. Hljóp hann á brott en var handsamaður af lögreglu.

Í myndböndunum, sem sýnd hafa verið í japönskum fréttamiðlum, sést maðurinn lemja bílstjórann og hrifsa af honum gleraugun. En ekki er ljóst hvort að öll upptakan er sýnd. Gengur hann svo burt, sýnir örninn á báðum höndum og hrópar að bílstjóranum.

Lögreglan hefur notað myndbandsupptökur úr leigubílnum sjálfum og frá nálægum götuhornum til að rannsaka málið. Maðurinn hefur ekki viljað tjá sig við lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg