fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

ESB skorar á áhrifavalda og efnishöfunda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2023 10:29

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Neytendastofu kemur fram að markaðssetning á samfélagsmiðlum sé orðinn stór hluti af stafrænu hagkerfi og sé áætlað að alþjóðlegt virði hennar nemi 19,98 billjón Evra á þessu ári.

Lögmæti auglýsinga og merkinga á samfélagsmiðlum áhrifavalda hafi lengi verið í forgangi hjá evrópskum neytendayfirvöldum og hafi framkvæmdastjórnin gripið til ýmissa úrræða til að auka fræðslu á gildandi lagaumhverfi. Framkvæmdastjórn ESB hafi opnað í gær lagalega miðstöð fyrir áhrifavalda (e. Influencer Legal Hub) en markmið hennar sé að veita áhrifavöldum, auglýsendum, markaðs- og auglýsingastofum og fleirum á þessu sviði almenna aðstoð um hvernig hægt sé að fylgja neytendaverndarlögum innan ESB. Nánari upplýsingar um miðstöðina má finna hér.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Neytendastofa hafi gefið út leiðbeiningar um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum en þeim sé fyrst og fremst ætlað að leiðbeina þeim sem auglýsa eða útbúa auglýsingar á samfélagsmiðlum.

Í nýrri tilkynningu frá Framkvæmdastjórn ESB sé skorað á alla, áhrifavalda og efnishöfunda (e. Content creators) á samfélagsmiðlum, að uppfylla þær kröfur sem neytendalöggjöf gerir og gilda um auglýsingar. Þá hafi Framkvæmdastjórnin ennfremur upplýst að á næstu vikum muni öll neytendayfirvöld innan Evrópu hefja samræmda úttekt á færslum áhrifavalda og þeirra sem koma að efnisgerð á samfélagsmiðlum og hvort skilyrði laga um merkingar auglýsinga séu uppfyllt.

Niðurstöður úttektarinnar verði svo meðal annars notaðar til þess að meta hvort þörf sé á nýrri löggjöf til að auka öryggi á hinum stafræna markaði (e. Digital Fairness Fitness check). Þá sé líklegt að innlend neytendayfirvöld fylgi eftir tilteknum málum úr úttektinni, ef þörf verði á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði