fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þrír aðilar eru reiðubúnir í bakgrunni stríðsins á Gaza – Allir hafa þeir góða ástæðu til að halda sig áfram til hlés

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 06:00

Hamas myrtu fjölda óbreyttra borgara í Ísrael fyrir rúmri viku. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bakgrunni stríðsins á milli Ísraels og Hamas standa þrír aðilar sem eru reiðubúnir til átaka en eiga það þó sameiginlegt að vilja helst ekki blanda sér í átökin.

Þetta eru Íran, Hizbollah og Bandaríkin. Um helgina blönduðu þessir aðilar sér í átökin á ákveðinn hátt. Hizbollah gerði árás á ísraelska herinn, íranski utanríkisráðherrann sagði að enginn gæti „ábyrgst“ að átökin breiðist ekki út ef Ísrael lætur verða af landhernaði á Gaza og Bandaríkin sendu flugmóðurskipið USS Eisenhower í átt að Ísrael en þar er flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford nú þegar með flotadeild sinni.

Enn allir þessir aðilar hafa ákveðnar ástæður fyrir að vilja ekki dragast inn í átök Ísraels og Hamas. „Maður hefur sko ekki áhuga á að lenda í átökum við bandaríska flugherinn,“ sagði Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, í samtali við Jótlandspóstinn.

Hann sagði að Hizbollah og Íran vilji ekki lenda í átökum við Bandaríkjaher en ekki sé hægt að útiloka að svo fari. Hans mat er að mesta hættan gegn Ísraels stafi af Hizbollah en væntanlega muni sú útreið sem Hizbollah fengu í stríðinu gegn Ísrael 2006 aftra þeim frá að taka slaginn á nýjan leik, auk þess eigi samtökin á hættu að glata stuðningi líbönsku þjóðarinnar ef þau dragast inn í átökin.

Hann sagði þó að ekki sé hægt að útiloka að Hizbollah ráðist á Ísrael af krafti þegar landhernaður Ísraela á Gaza hefst. Það verði þá vegna þess að Íranar neyði Hizbollah til þess. Samtökin sjálf hafi væntanlega ekki áhuga á að ráðast á Ísrael.

Íranar hafa sterk tengsl við Hamas, Hizbollah og herskáa hópa í Sýrlandi. Allar þessar hreyfingar njóta góðs af vopnasendingum frá klerkastjórninni í Íran. Jakobsen sagðist telja að það að Íranar geti haft áhrif á gang mála í gegnum þessi samtök sé ein af þremur helstu ástæðunum fyrir að þeir blandi sér ekki bein í átökin við Ísrael. Hinar eru annars vegar að ef Íranar ákveða að blanda sér í átökin þá muni þeir gera það með aðstoð hópa í Sýrlandi og kannski Hizbollah. Hins vegar vegna þess erfitt sé að sjá fyrir sér að Íranar láti sínar eigin hersveitir ráðast á Ísrael af því að Ísrael á kjarnorkuvopn og njóta stuðnings Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“