fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Segir gyðingaandúð vandamál á Íslandi – „Það segir mikið um þig ef þú getur ekki fordæmt hryðjuverkasamtök“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyðingaandúð er vandamál hér á landi að mati Dr. Sharon Nazarian, stjórnarmanns í Anti-Defamation League, sem eru alþjóðleg mannréttindasamtök sem berjast gegn gyðingaandúð.

Morgunblaðið hefur eftir henni að þeir sem fordæma ekki hryðjuverkasamtökin Hamas séu augljóslega með vafasamar skoðanir um gyðinga. Í þessu sambandi nefndi hún sérstaklega Hjálmtý Heiðdal, formann félagsins Ísland-Palestína (FÍP).

Hún sagði að formaður FÍP hafi hitt leiðtoga Hamas 2010 og 2014, þegar átök stóðu yfir á Gaza, hafi hann sagt við fjölmiðla að hann vonaðist eftir sigri hryðjuverkasamtakanna Hamas og íslamsk jíhads.

Þegar Morgunblaðið leitaði til Hjálmtýs sagðist hann ekki vilja fordæma Hamas en sagðist fordæma öll morð.

„Það segir mikið um þig ef þú getur ekki fordæmt hryðjuverkasamtök sem fremja svona hryðjuverk gegn saklausu fólki og kúga sína eigin borgara. Þau slátruðu yfir þúsund manns, hvers konar mannréttindi eru það?“ sagði Sharon og bætti við að hún viti að Íslendingum sé mjög annt um mannréttindi og þá sem minna mega sín.

Það veki hins vegar áhyggjur af að fólk sé reiðubúið til að styðja Hamas sem séu hryðjuverkasamtök og það séu mistök að halda að samtökin berjist fyrir auknum réttindum Palestínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans