fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hundar drepið að minnsta kosti sex kindur – Örvæntingarfull leit stendur yfir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. október 2023 12:00

Sex kindur eru dauðar á bænum Efri-Apavatn. Mynd/asðend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil leit stendur nú yfir af kindum við Laugarvatn og Apavatn vegna hættulegra dýrbíta á einum bænum. Hafa þeir drepið að minnsta kosti sex kindur á einum bæ og grunur leikur á að þær séu fleiri þar sem margar hafa ekki skilað sér.

Kindurnar sex, sem sjást á meðfylgjandi myndum, voru illa leiknar eftir hunda af öðrum bæ. Aðbúnaður þeirra hefur verið tilkynntur til Matvælastofnunar en lítið gerst í málinu.

Kindurnar eru eign bændana á bænum Efra-Apavatn en það var dóttir bændanna, Sigríður Jónsdóttir, sem birti ákall á Facebook í gær um aðstoð við að leita að fé. Fé af öðrum bæjum hefur heldur ekki skilað sér.

Að minnsta kosti sex bitnar til dauða

„Eru hér einhverjir sem geta með stuttum fyrirvara komið og gengið/farið á fjórhjólum, í gegnum sumarbústaðarlöndin frá Eyvindartungu og að Efra Apavatni og leitað að fé?“ skrifaði Sigríður í gær en leitin hófst í morgun um klukkan tíu leytið.

Maður hennar, Magnús Kjartan Eyjólfsson, sagði DV að leitin væri hafin. Að minnsta kosti sex kindur væru dauðar.

Ómetanleg hjálp samfélagsins

Samkvæmt færslu Sigríðar fóru dýrbítarnir í féð fyrir viku síðan í það minnsta.

Kindurnar voru bitnar illa inn að kjöti og drápust. Mynd/aðsend

„Það hefur verið að heimtast illa i haust og eru flestir sammála um að þetta sé ástæðan og þarf því að finna það sem vantar,“ segir Sigríður og lýsir miklu þakklæti til fólks sem boðist hefur til að hjálpa. „Síðustu daga hef ég fengið símtöl, knús, skilaboð og boðin ómetanleg hjálp. Fólk að taka sér frí frá vinnu og virkilega sýnt hversu fallegt samfélagið getur verið þegar svona kemur upp. Ég kem því ekki nægilega vel í orð hvað ég og við erum þakklát!“ segir hún.

MAST ekki fjarlægt hundana

Matvælastofnun hafi ekki enn fjarlægt hundana sem um ræðir eða stigið inn af fullum þunga. Á meðan þeir séu enn þá á sveitabænum þaðan sem þeir koma sé féð hrætt og komi ekki heim.

„Aðstaða hundanna algjörlega skelfileg og mér að öllu leiti óskiljanlegt að þetta fái að vera svona!“ segir Sigríður.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“