fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Forstöðumaður Salalaugar kannast ekki við umdeilda atvikið – Magga Frikka sökuð um falsfréttaflutning

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 16. október 2023 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstöðumaður Salalaugar segist ekki kannast við atvik sem var sagt hafa átt sér stað í búningsklefa sundlaugarinnar fyrir tveimur vikum.

Vefsíðan Fréttin.is birti grein um helgina þar sem því var haldið fram að maður hafi komið að hópi ungra drengja „skiptast á að „sjúga typpið“ á bekkjarfélaga.“ Efast margir um sannleiksgildi greinarinnar og telja að þarna sé einhver að reyna að koma höggi á baráttu hinsegin fólks.

Margrét Friðriksdóttir, eigandi síðunnar og höfundur greinarinnar, sagðist hafa rætt við manninn, sem fyrst greindi frá þessu á Facebook.

Maðurinn vildi ekki koma fram undir nafni en sagði að þetta hafi verið 8-9 ára gamlir drengir sem voru að koma úr skólasundi. Hann sagði að þeir hafi verið margir, um níu til tíu drengir, sem voru að „skiptast á“ að veita einum drengnum munnmök. Hann endaði skrif sín með því að draga þá ályktun að þetta hefði ekki gerst ef það væri ekki fyrir fræðslu á vegum Samtakanna ’78.

Skjáskotið sem Fréttin.is birti.

 

Skjáskotið sem Fréttin.is birti.

„Ég hef aldrei heyrt um þetta“

Heldur nafnlausi maðurinn fram að það hafi verið „fleiri vitni“ að atvikinu en í samtali við DV segist forstöðumaður Salalaugar, Guðmundur Halldórsson, ekki kannast við málið.

„Ég hef aldrei heyrt um þetta. Bara aldrei, hvorki frá starfsfólki né viðskiptavinum. Ég vissi ekki að þessi frétt væri til,“ segir hann og bætir við að ekki séu myndavélar í búningsklefanum svo hægt sé að staðhæfa nokkuð um málið. „En mér finnst þetta mjög hæpið. Við erum með baðverði inni sem fylgjast með börnum í skólasundi. Og baðvörðurinn hefði þá séð þetta, þetta er mjög skrýtið.“

Fréttamaður RÚV gagnrýnir Margréti

Margrét deildi greininni í Facebook-hópinn Stjórnmálaspjallið og var í kjölfarið sökuð um falsfréttaflutning, efuðust margir um sannleiksgildi umfjöllunarinnar.

„Vá hvað ég er sannfærð um að þessi saga sé uppspuni og lygi frá upphafi til enda. Greinilega soðin saman af einhverjum sem hatast út í samkynhneigða og þarf að grípa til lygasögu til að færa „rök” fyrir afstöðu sinni,“ sagði einn meðlimur hópsins.

Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, skrifaði við færsluna og spurði Margréti ýmissa spurninga varðandi fréttavinnsluna

Skjáskot/Facebook

„Ég er ekki að koma ábyrgðinni yfir á manninn heldur að setja spurningamerki við gagnrýnislausa úrvinnslu þína úr þessu. Það kvikna svo margar spurningar við lestur færslunnar hjá manninum en þér virðist ekki hafa dottið í hug að leita svara við einni einustu þeirra,“ skrifaði hann þegar Margrét spurði hvort Brynjólfur væri að reyna að koma ábyrgðinni yfir á manninn.

Þau fóru fram og til baka í athugasemdum við færsluna.

Skjáskot/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg